Innlent

Missti stjórn á skapi sínu í mótmælaaðgerðum

Ökumaður sem tafðist vegna mótmæla vörubílstjóra á Vesturlandsvegi í Reykjavík eftir hádegi í dag missti stjórn á skapi sínu og ók með ofsa meðfram vegkantinum fram úr röð bíla sem sátu fastir.

Vegna ökulags mannsins rigndi grjóti yfir aðra bíla sem sátu fastir í röðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Verið er að ljúka við að yfirheyra hann þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×