Innlent

Sólarhátíð í Borgarbókasafninu fyrsta sumardag

Ingibjörg Rögnvaldsdóttir.
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir. MYND/Stefán Karlsson

Í tilefni af sumardeginum fyrsta á fimmtudaginn býður Borgarbókasafn börnum og fjölskyldum þeirra að fagna sólinni með fólki frá öllum heimsálfum í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16, segir í fréttatilkynningu frá Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá bókasafninu.

Sólin rís í Borgarbókasafni kl. 13 og mun skína á alla þá sem koma í heimsókn þennan dag. Undir sólinni verða Bókaverðlaun barnanna afhent og Helga Arnalds sýnir brúðuleikhúsið Sólarsögu. Það verður einnig sungið og dansað, sagðar sólarsögur frá ólíkum menningarheimum og hægt verður að búa til sína eigin sól.

Heimskór barna, undir stjórn Möggu Stínu og Ólafar Sverrisdóttur flytur sólarlög og allir krakkar eru velkomnir í kórinn!

Dagskrá sumardagsins fyrsta:

13.00 Bókaverðlaun barnanna afhent

13.30 Brúðuleikhús. Helga Arnalds sýnir Sólarsögu

14.45 Sólarföndursmiðja. Allir geta búið til sína eigin sól og hlustað um leið á sögur af sólinni á ýmsum tungumálum

15.00 Heimskór barna undir stjórn Möggu Stínu og Ólafar Sverrisdóttur syngur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×