Innlent

Öklabrotnaði í bifhjólaslysi

Ökumaður bifhjóls öklabrotnaði og hlaut fleiri áverka, þegar hann missti stjórn á hjólinu á Kringlumýrarbraut í Fossvogi í gærkvöldi og féll af því. Hann var flulttur á Slysadeild Landsspítalans. Þá slasaðist lögreglumaður á bifhjóli á leið á slysavettvang í Innri Njarðvík í gær, þega bíl var ekið í veg fyrir hann og ökutækin skullu saman.

Hann slasaðist ekki alvarlega og heldur ekki ökumaður bílsins, sem líka var fluttur á Heilbrigðisstofnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×