Innlent

Lögreglumaður slasaðist við skyldustörf

Frá vettvangi.
mynd: Víkurfréttir
Frá vettvangi. mynd: Víkurfréttir

Lögreglumaður slasaðist þegar vélhjól hans lenti út af Stapabraut í Innri-Njarðvík í dag. Lögreglumaðurinn var á leið á vettvang slyss sem varð skammt frá en hann virðist hafa ekið utan í bíl og keyrt útaf veginum.

Líðan lögreglumannsins er eftir atvikum nokkuð góð en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hlaut lögreglumaðurinn engin beinbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×