Innlent

Ölvaðir óku á grindverk

Bíl var ekið á grindverk, sem aðskilur vegarhelminga á Suðurlandsbraut á móts við Olís stöðina í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang sátu tveir ölvaðir menn í bílnum og hafði þá ekki sakað. Eins og oft vill verða þega ölvaðir menn lenda í vandræðum, þykist engin hafa ekið, en í þessu tilviki var ökumaðurinn enn undir stýri og gat ekki kennt álfum eða huldufólki um þennan glannaskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×