Innlent

OR segist luma á leynivopni gegn hveralykt

MYND/Róbert

Hvergerðingar hafa áhyggjur af hljóð-, lykt-,vatns- og sjónmengun af fyrirhuguðum virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellsiheiði en Orkuveitan segist luma á leynivopni til að eyða hvimleiðri hveralykt.

Hvergerðingar hafa einkum áhyggjur af Bitruvirkjun sem yrði í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá bænum. Þetta kom meðal annars fram á borgarafundi um málið í Hveragerði í gærkvöldi. Þeir óttast líka að að grunnvatnið geti mengast og þar með drykkjarvatn bæjarbúa.

Þá var lýst áhyggjum af því að útivistasvæðið við Bitru myndi skerðast og að virkjunin myndi hugsanlega hafa skaðleg áhrif á möguleika svæðisins og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis.

Fulltrúar Orkuveitunnar gerðu grein fyrir ýmsum lausnum sem Orkuveitan hyggst nota til að lágmarka umhverfisáhrifin, meðal annars fella mannvirki og leiðslur sem best að umhverfinu og grafa leiðslur sumstaðar í jörðu. Einnig að beita nýrri aðferð til að draga úr losun brennisteinsvetnis, sem veldur hveralykt, sem sumir kalla hverafýlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×