Erlent

Stúlkubarni bjargað af villtum hundum

Hundruðir Indverja hafa flykkst til lítils þorps í Bihar héraði á Indlandi til þess að berja augum stúlkubarn sem fyrir kraftaverk var bjargað var af villtum hundum.

Stúlkan var yfirgefin af móður sinni á leðjuhaugi en svo virðist sem hún hafi komið hinu nýfædda barni fyrir þannig að enginn gæti séð það né heyrt í því.

Nokkrir þorpsbúar í grennd við hauginn urðu barnsins ekki varir fyrr en að hópur villtra hunda byrjaði að róta í haugnum þar sem barnið lá. Hundarnir drógu barnið undan þyngslum sem komið hafði verið til þess að fela það. Því næst góluðu hundarnir óskaplega af því er virðist til þess að vekja athygli þorpsbúanna á barninu.

Stúlkan litla þykir mikið kraftaverkabarn en hún hefur nú verið ættleidd af barnlausu pari í þorpinu. Lögreglan leitar hins vegar móðurinnar sem grunuðuð er um að hafa borið barnið út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×