Innlent

Sinueldur kveiktur í Setbergslandi

Enn var sinueldur kveiktur í Setbergslandi undir miðnætti í gærkvöldi og tók það sex slökkvililðsmen á tveimur slökkvibílum um það bil klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki náði að granda neinum mannvirkjum. Blandaður gróður var á svæðinu og teygðu eldtungurnar sig hálfan annan til tvo metra upp í loftið og dugði því ekki að nota klöppur til að kæfa eldinn, heldur þurfti að nota vatn. Af því hlaust gufumökkur, sem vakti athygli margra, sem höfu samband við Slökkviliðið til að láta vita af eldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×