Innlent

Sigrún Elsa í stjórn REI

MYND/Heiða

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, hefur tekið sæti í stjórn Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR. Frá þessu var gengið á hluthafafundi í gær.

Auk Sigrúnar Elsu sitja í stjórn REI formaður og varaformaður stjórnar OR, þau Kjartan Magnússon og Ásta Þorleifsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Sigrún Elsa er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar í stjórn REI.





Athugasemd ritstjóra: Vísir áskilur sér rétt til þess að útiloka nafnlaus blogg sem eru meiðandi fyrir þá einstaklinga sem eru til umfjöllunar í fréttum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×