Innlent

Abbas fundar með utanríkisráðherra - blaðamannafundur í beinni

MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom til fundar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu nú um klukkan tvö.

Abbas fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í morgun á Bessastöðum þar sem hann lýsti því meðal annars yfir að Ísland gæti vissulega gegnt stóru hlutverki í Mið-Austurlöndum og hann vonaði að eftir fundinn með forseta Íslands yrði sú raunin. Mahmoud Abbas lagði áherslu á að Ísland ógnaði engum og hefði engra hagsmuna að gæta. Því nyti það mikils trausts sem gæti vel gagnast í aðkomu að stórum heimsmálum.

Reiknað er með að fundur utanríkisráðherra og Abbasar standi í um klukkustund og að honum loknum ræða þau við fréttamenn. Sá blaðamannafundur verður í beinni á Vísi.

Smelltu hér til að horfa á blaðamannafundinn í beinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×