Innlent

Töluverðar skemmdir í eldsvoða í Hafnarfirði

Engan sakaði en töluverðar skemmdir urðu þegar eldur kom upp í litlu fjölbýlishúsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði í gærkvöldi. Reykkafarar voru fyrst sendir inn í íbúðina, þar sem eldurinn logaði,en hún reyndist mannlaus. Töluverður eldur logaði í íbúðinni.

Slökkvistarf gekk vel en verulegar skemmdir urðu af eldi og reyk. Eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögregla málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×