Erlent

Bandaríkjamaður grunaður um njósnir fyrir Ísraela

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Bandarísk lögregluyfirvöld hafa handtekið þarlendan verkfræðing vegna gruns um að hann hafi afhent Ísraelum leynillegar upplýsingar um kjarnavopn, orrustuþotur og eldflaugar á árunum í kringum 1980. Frá þessu greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag.

Maðurinn, Ben Ami-Kadish, starfaði að hergangnaframleiðslu í New Jersey og hann er grunaður um að hafa átt samskipti við sama fulltrúa Ísraela og annar Bandaríkjamaður sem situr nú í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna fyrir Ísraela.

Samkvæmt málsgöngum njósnaði Kadish fyrir Ísraela á árunum 1979 til 1985 en hann átti í samskiptum við ísraelskan fulltrúa þar til í mars í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×