Innlent

Tveggja mánaða skilorð fyrir að berja löggu í bringu

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja lögreglumann með krepptum hnefa í bringuna aðfaranótt laugardagsins 11. ágúst í fyrra.

Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Dómarinn tók tilllit til þess að maðurinn játaði brot sitt skýlaust og að lögreglumaðurinn kenndi sér ekki meins eftir höggið. Manninum var gert að halda skilorð í tvö ár.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×