Innlent

Ók án réttinda öfugum megin í Ártúnsbrekkunni

MYND/Hari

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dagt karlmann á sextugsaldri í 45 daga fangelsi fyrir að hafa ekið án ökuréttinda á öfugum vegarhelmingi í Ártúnsbrekkunni og fyrir að hafa stolið rakvél í BYKO við Hringbraut.

Maðurinn neitaði sök í báðum tilvikum en út frá framburðum vitna og málsgögnum var hann sakfelldur. Maðurinn á að baki langan sakaferil sem nær aftur til ársins 1977 og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×