Innlent

Eldur á Skúlaskeiði

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði í kvöld.

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang en þegar þangað kom stóð mikill svartur reykur út um glugga á annari hæð hússins.

Fjórir reykkafarar voru sendir inn í húsið en slökkviliðsmenn náðu stjórn á eldinum á um fimm mínútum.

Enginn var á annari hæðinni þegar eldurinn kom upp og enginn var í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang.

Nú er unnið að því að reykræsta húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×