Innlent

Lyfjaverð á Íslandi hæst í 12 tilfellum af 33

Apótek. Mynd/ Anton Brink.
Apótek. Mynd/ Anton Brink.

Í samanburði á lyfjaverði á milli Norðurlandanna er smásöluverð hæst á Íslandi í 12 tilfellum af 33 en ódýrust í fjórum tilfellum. Þetta sýnir verðsamanburður sem Lyfjagreiðslunefnd gerði í aprílmánuði fyrir þær 33 veltuhæstu pakkningar sem Tryggingastofnun niðurgreiddi fyrir landsmenn árið 2006.

Í samskonar könnun sem gerð var í marsmánuði var verð lægst á Íslandi í 2 tilfellum en hæst í 15 tilfellum. Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×