Hæstiréttur og dómari í héraðsdómi deila í nauðgunarmáli 22. apríl 2008 17:03 MYND/GVA Hæstiréttur felldi í dag úr gildi þá ákvörðun Péturs Guðgeirssonar héraðsdómara að hann ásamt Ásgeiri Magnússyni og Sigríði Ólafsdóttur skyldu víkja úr sæti dómara í máli á hendur Pólverja sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu. Þá átelur Hæstiréttur orð dómarans í úrskurði sínum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað manninn af ákæru um naugðun meðal annars af þeirri ástæðu að hann hefði ekki gerst sekur um ofbeldi í garð stúlkunnar sem í hlut átti. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sem ómerkti dóminn og vísaði honum aftur til aðalmeðferðar og dóms í héraði að nýju. Dómstólar að taka sér löggjafarvald Í úrskurði Péturs er vísað til tveggja ummæla í dómi Hæstaréttar. Annars vegar var vísað til ummælanna: „Ályktun þessi um lögskýringu fær ekki staðist í ljósi dómaframkvæmdar, sbr. meðal annars dóma hæstaréttar 8. mars 2007 í máli nr. 589/2006 og 31. maí 2007 í máli nr. 48/2007," og hins vegar: „Þótt ákærði kunni að hafa haldið um mitti Y á þessari stuttu vegalengd, að eigin sögn til að styðja hana sökum ölvunar, gaf það honum ekkert tilefni til ályktana um að hún vildi eiga kynferðisleg samskipti við hann. Mat á því hvort ákærða hafi átt að vera ljóst að Y hafi ekki viljað eiga kynmök við hann verður þannig ekki að réttu lagi reist á þeim grunni að hún hafi ekki verið honum andhverf áður en hún fór inn á salernið. Við það mat verður heldur ekki horft fram hjá því að ákærði fór inn á salerni, sem var sérstaklega ætlað konum..." Um þetta segir Pétur að ofbeldi hafi verið eitt hlutrænna refsiskilyrða í 1. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Hingað til hafi verið stuðst við almenna merkingu þess orðs í lögskýringu og ekki sé vitað til þess að þetta hugtak hafi valdið neinum vandkvæðum. Ummæli Hæstaréttar um ofbeldisskilyrðin verði ekki skilin öðruvísi en svo að skilyrðinu beru að víkja til hliðar eða gera nánast merkingarlaust. „Er þá verknaður gerður refsiverður, sem ekki hefur verið það áður, og dómstólar taka sér þar með vald til þess að setja refsilög. Verður ekki séð að það geti samrýmst þeirri meginreglu réttarríkisins, sem fram kemur í 69. gr. stjórnarskrárinnar," segir Pétur. „Þarf þá ekki að leiða hugann að því hvernig slík beiting ákvæðisins geti heldur samrýmst viðurkenndum sjónarmiðum um skýringu refsiheimilda." Þá segir Pétur um síðari ummæli Hæstaréttar einnig geta verið tilefni til athugasemda, svo sem vangaveltur yfir kvennasalerninu. Nægi að taka það fram að í þeim hljóta að felast fyrirmæli til dómara málsins um það að álykta beri á tiltekinn veg af atvikum þess. „Hlýtur íhlutun af þessu tagi að vera í andstöðu við ákvæði 70. gr. stjórnarskrárinnar þar sem tryggður er réttur manns til þess að fá fjallað um ákæru á hendur honum fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli og eins við efnislega samhljóða ákvæði í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög um hann nr. 62, 1994," segir dómarinn. Ummæli eiga ekkert erindi í dómsúrlausn Hæstiréttur svarar Pétri í úrskurði sínum í dag og segir að þær ástæður, sem færðar hafi verið fyrir þeirri ákvörðun að dómarar víki sæti, varða í engu hæfi dómendanna til að fara með málið. Því verði úrskurður Péturs felldur úr gildi sem þýðir að dómararnir í Héraðsdómi þurfa að taka málið fyrir aftur. Þá segir Hæstiréttur um ummæli Péturs í úrskurði sínum að þau eigi ekkert í dómsúrlausn og beri að átelja héraðsdómarann fyrir þau. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi þá ákvörðun Péturs Guðgeirssonar héraðsdómara að hann ásamt Ásgeiri Magnússyni og Sigríði Ólafsdóttur skyldu víkja úr sæti dómara í máli á hendur Pólverja sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu. Þá átelur Hæstiréttur orð dómarans í úrskurði sínum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað manninn af ákæru um naugðun meðal annars af þeirri ástæðu að hann hefði ekki gerst sekur um ofbeldi í garð stúlkunnar sem í hlut átti. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sem ómerkti dóminn og vísaði honum aftur til aðalmeðferðar og dóms í héraði að nýju. Dómstólar að taka sér löggjafarvald Í úrskurði Péturs er vísað til tveggja ummæla í dómi Hæstaréttar. Annars vegar var vísað til ummælanna: „Ályktun þessi um lögskýringu fær ekki staðist í ljósi dómaframkvæmdar, sbr. meðal annars dóma hæstaréttar 8. mars 2007 í máli nr. 589/2006 og 31. maí 2007 í máli nr. 48/2007," og hins vegar: „Þótt ákærði kunni að hafa haldið um mitti Y á þessari stuttu vegalengd, að eigin sögn til að styðja hana sökum ölvunar, gaf það honum ekkert tilefni til ályktana um að hún vildi eiga kynferðisleg samskipti við hann. Mat á því hvort ákærða hafi átt að vera ljóst að Y hafi ekki viljað eiga kynmök við hann verður þannig ekki að réttu lagi reist á þeim grunni að hún hafi ekki verið honum andhverf áður en hún fór inn á salernið. Við það mat verður heldur ekki horft fram hjá því að ákærði fór inn á salerni, sem var sérstaklega ætlað konum..." Um þetta segir Pétur að ofbeldi hafi verið eitt hlutrænna refsiskilyrða í 1. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Hingað til hafi verið stuðst við almenna merkingu þess orðs í lögskýringu og ekki sé vitað til þess að þetta hugtak hafi valdið neinum vandkvæðum. Ummæli Hæstaréttar um ofbeldisskilyrðin verði ekki skilin öðruvísi en svo að skilyrðinu beru að víkja til hliðar eða gera nánast merkingarlaust. „Er þá verknaður gerður refsiverður, sem ekki hefur verið það áður, og dómstólar taka sér þar með vald til þess að setja refsilög. Verður ekki séð að það geti samrýmst þeirri meginreglu réttarríkisins, sem fram kemur í 69. gr. stjórnarskrárinnar," segir Pétur. „Þarf þá ekki að leiða hugann að því hvernig slík beiting ákvæðisins geti heldur samrýmst viðurkenndum sjónarmiðum um skýringu refsiheimilda." Þá segir Pétur um síðari ummæli Hæstaréttar einnig geta verið tilefni til athugasemda, svo sem vangaveltur yfir kvennasalerninu. Nægi að taka það fram að í þeim hljóta að felast fyrirmæli til dómara málsins um það að álykta beri á tiltekinn veg af atvikum þess. „Hlýtur íhlutun af þessu tagi að vera í andstöðu við ákvæði 70. gr. stjórnarskrárinnar þar sem tryggður er réttur manns til þess að fá fjallað um ákæru á hendur honum fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli og eins við efnislega samhljóða ákvæði í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög um hann nr. 62, 1994," segir dómarinn. Ummæli eiga ekkert erindi í dómsúrlausn Hæstiréttur svarar Pétri í úrskurði sínum í dag og segir að þær ástæður, sem færðar hafi verið fyrir þeirri ákvörðun að dómarar víki sæti, varða í engu hæfi dómendanna til að fara með málið. Því verði úrskurður Péturs felldur úr gildi sem þýðir að dómararnir í Héraðsdómi þurfa að taka málið fyrir aftur. Þá segir Hæstiréttur um ummæli Péturs í úrskurði sínum að þau eigi ekkert í dómsúrlausn og beri að átelja héraðsdómarann fyrir þau.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira