Mæla með hjartalínuriti áður en börnum er gefið Ritalin Atli Steinn Guðmundsson skrifar 22. apríl 2008 14:47 Börn sem þjást af athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) ættu að gangast undir hjartalínurit áður en þeim er gefið lyfið Ritalin og fleiri algeng lyf sem gefin eru við brestinum. Þetta segja amerísku hjartalæknasamtökin og benda máli sínu til stuðnings á að örvandi efni í lyfjunum hækki blóðþrýsting og örvi hjartslátt auk þess að örva efnaskipti í heilanum eins og þeim er ætlað að gera. Um tvær og hálf milljón bandarískra barna nota nú þegar lyf við athyglisbresti en á þriðja tug barna, sem gefin voru slík lyf, létust skyndilega á árabilinu 1992 - 2005. Varð þetta til þess að aðvörunartexti var settur á umbúðir lyfjanna. Nú vilja hjartalæknasamtökin gera hjartalínurit og ítarlega rannsókn að skyldu áður en lyfin eru gefin. „Þær litlu upplýsingar sem við höfðum um börnin [sem létust] gáfu til kynna að einhver þeirra hefðu haft einkenni sem við tengjum við skyndilegan dauða af völdum hjartabilunar. Við teljum að hjartalínurit geti hjálpað okkur við að bera kennsl á slík einkenni," sagði Victoria Vetter, formaður hjartalæknasamtakanna og prófessor í barnalækningum við Háskólann í Pennsylvania. Greint er frá þessu áliti samtakanna í nýjasta tölublaði Circulation, málgagns samtakanna. Er þar tekið fram að línuritið sé sársaukalaust, taki um 10 mínútur og kosti auk þess innan við 100 dollara sem eru rúmar 7.000 íslenskar krónur. Læknir sem fæst við rannsóknir á athyglisbresti með ofvirkni, Thomas Brown, segir tillögur hjartalæknasamtakanna skynsamlegar. Þau tilfelli sem upp hafi komið séu auðvitað fátíð og flest börn bregðist vel við lyfjameðferð en engu að síður sé það eðlilegt að foreldrar vilji ganga fullkomlega úr skugga um að engar slíkar hættur séu fyrir hendi áður en börnum þeirra eru gefin lyf. Vefsíðan Bloomberg greindi frá. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Börn sem þjást af athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) ættu að gangast undir hjartalínurit áður en þeim er gefið lyfið Ritalin og fleiri algeng lyf sem gefin eru við brestinum. Þetta segja amerísku hjartalæknasamtökin og benda máli sínu til stuðnings á að örvandi efni í lyfjunum hækki blóðþrýsting og örvi hjartslátt auk þess að örva efnaskipti í heilanum eins og þeim er ætlað að gera. Um tvær og hálf milljón bandarískra barna nota nú þegar lyf við athyglisbresti en á þriðja tug barna, sem gefin voru slík lyf, létust skyndilega á árabilinu 1992 - 2005. Varð þetta til þess að aðvörunartexti var settur á umbúðir lyfjanna. Nú vilja hjartalæknasamtökin gera hjartalínurit og ítarlega rannsókn að skyldu áður en lyfin eru gefin. „Þær litlu upplýsingar sem við höfðum um börnin [sem létust] gáfu til kynna að einhver þeirra hefðu haft einkenni sem við tengjum við skyndilegan dauða af völdum hjartabilunar. Við teljum að hjartalínurit geti hjálpað okkur við að bera kennsl á slík einkenni," sagði Victoria Vetter, formaður hjartalæknasamtakanna og prófessor í barnalækningum við Háskólann í Pennsylvania. Greint er frá þessu áliti samtakanna í nýjasta tölublaði Circulation, málgagns samtakanna. Er þar tekið fram að línuritið sé sársaukalaust, taki um 10 mínútur og kosti auk þess innan við 100 dollara sem eru rúmar 7.000 íslenskar krónur. Læknir sem fæst við rannsóknir á athyglisbresti með ofvirkni, Thomas Brown, segir tillögur hjartalæknasamtakanna skynsamlegar. Þau tilfelli sem upp hafi komið séu auðvitað fátíð og flest börn bregðist vel við lyfjameðferð en engu að síður sé það eðlilegt að foreldrar vilji ganga fullkomlega úr skugga um að engar slíkar hættur séu fyrir hendi áður en börnum þeirra eru gefin lyf. Vefsíðan Bloomberg greindi frá.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira