Innlent

Herþotur í lágflugi á Akureyri

F-16 orrustuþota danska flughersins.
F-16 orrustuþota danska flughersins. MYND/DANSKI HERINN

Tvær herþotur flugu í tvígang lágflug yfir Akureyri í morgun. Að sögn sjónarvotta fylgdi þotunum mikil læti. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða F-16 þotur danska hersins sem væru hér við æfingar.

"Danski flugherinn er við æfingar hér. Þær byrjuðu í gær og lýkur á föstudaginn. Æfingarnar fara aðallega fram vestur af Keflavík en í morgun voru vélarnar í aðflugi til Akureyrar og það skýrir flug þeirra þar," segir Hrafnhildur Brynja og bætir við að Flugstoðir séu þjónustuaðili danska flughersins hér á landi og þess sé vandlega gætt að öllum reglum sé fylgt.

Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða á Norðurlandi, sagði í samtali við Vísi að það væri ekki á hverjum degi sem slíkar þotur flygu yfir bæinn. "Ég veit ekki hvaðan þær eru og sé ekki ástæðu til að komast að því," segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×