Fleiri fréttir

Samkynhneigðum Írana neitað um hæli

Samkynhneigður Írani sem segir að hann verði tekinn af lífi ef honum verði vísað frá Hollandi hefur verið neitað um hæli þar. Mehdi Kazemi hefur sagt að líf hans sé í hættu ef hann verði sendur aftur til Íran þar sem hann segir að yfirvöld hafi tekið kærasta hans af lífi vegna samkynhneigðar. Kærastinn gaf yfirvöldum upp nafn Kazemi áður en hann var líflátinn.

Vonast eftir góðu samstarfi um uppbyggingu á stjórnarráðsreit

Uppbygging á stjórnarráðsreitnum er mjög mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tillaga að breytingu á stjórnarráðsreitnum hafi verið til meðferðar síðan árið 2004.

Skipuð forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðrúnu Arndísi Jónsdóttur forstöðumann Verðlagsstofu skiptaverðs frá 1. apríl 2008 til næstu fimm ára.

Ríkisstjóra New York gefinn úrslitakostur

Eliot Spitzer, ríkisstjóra New York, hefur verið gefinn lokafrestur af andstæðingum sínum til að segja af sér embætti. Að öðrum kosti verði hann kærður vegna ásakana um að hann hafi nýtt sér þjónustu vændiskonu. Helsti andstæðingur hans úr hópi repúblíkana í New York gaf honum tvo sólarhringa til að segja af sér.

Aðstæður tjarnarfugla óviðunandi

Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið í Vatnsmýri til varps á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu tveggja fuglafræðinga um fuglalíf tjarnarinnar. Þeir segja aðstæður tjarnarfugla óviðunandi.

Ágúst neitar að tjá sig um kæru - Nemendur ósáttir

Ágúst Einarsson vildi ekkert tjá sig um gagnrýni sem fram hefur komið á vinnubrögð hans þegar hann rak þrjá nemendur úr skólanum um daginn. "Nemendunum var vísað úr skóla. Ég hef engu við það að bæta," sagði Ágúst þegar hann var spurður um málið.

Ákall til almennings

Foreldrar Kristins Veigars Sigurðssonar, sem keyrt var á í Reykjanesbæ í nóvember síðastliðnum, óska eftir upplýsingum og aðstoð frá almenningi um slysið. Þau leituðu til Kompáss og ákváðu að segja erfiða sögu sína. Þau vilja vita hver keyrði á Kristinn Veigar með þeim afleiðingum að hann lést.

Kæra rektor og háskólaráð

Tveir af þremur nemendum sem vikið var úr Háskólanum á Bifröst um mánaðarmótin eftir að vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðum þeirra ætla að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar háskólans. Þá ætla þeir líka að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísun þeirra úr skólanum.

300 slasaðir eftir 200 bíla árekstur

Þrír létust í fjöldaárekstri 200 bíla á þjóðvegi á milli Dubai og Abu Dhabi í dag. Þrír til viðbótar létust í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru sex manns alvarlega slasaðir og 39 illa slasaðir en stöðugir. Að minnsta kosti 255 hlutu minni háttar meiðsli.

Félagar í VR blessa samning við SA

Kjarasamningur VR og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag.

Arabísk kona notar YouTube í kvennabaráttu

Sádi-Arabísk kona hefur sett myndband af sjálfri sér undir stýri á YouTube til að þrýsta á þarlend yfirvöld að auka réttindi kvenna og leyfa þeim að keyra bíl. Wajeha Al-Huwaider er með ökuskírteini, en hún má einungis keyra á afskekktum svæðum í Sádí-Arabíu. Hún segir að hömlurnar lami helming þjóðarinnar og vill að yfirvöld leyfi konum að keyra í borgum.

Neysla Íslendinga eykst enn

Velta í dagvöruverslun jókst um 18% í febrúar síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður, ef miðað er við breytilegt verðlag.

Mál samkynhneigða Íranans til Evrópuþingsins

Michael Cashman þingmaður Evrópuþingsins í Strassborg mun taka fyrir mál samkynhneigðs írana sem á von á dauðadómi í Íran verði honum vísað úr landi í Bretlandi. Mehdi Kazemi er 19 ára og er nú í haldi í Hollandi þar sem hann berst gegn því að vera snúið aftur til Bretlands.

Móðir sökuð um vanrækslu eftir morð dótturinnar

Móðir breskrar unglingsstúlku sem var nauðgað og myrt í Goa á Indlandi segist ekki hafa yfirgefið dóttur sína, en hún er nú sökuð um vanrækslu. Scarlett Keeling var 15 ára þegar hún fannst látin á Anjuna ströndinni að morgni 18. febrúar.

Kynferðisglæpamenn í sænskum skólum

Svíar eru slegnir yfir fréttum af því að ekki færri en 75 dæmdir barnaníðingar hafi fengið vinnu í sænskum skólum og dagheimilum frá árinu 2003.

Komst ekki í eigið megrunarpartý

Mexíkanskur maður sem eitt sinn vóg hálft tonn missti af eigin megrunarpartýi eftir vegaóhapp. Manuel Uribe var talinn þyngsti maður heims og mældist ein 560 kíló. Í fimm ár var hann ófær um að komast úr rúminu sínu, en tókst að missa 200 kíló á tveimur árum í próteinríkum megrunarkúr. Hann er nú 360 kíló.

Sprengja grandar 16 í írak

Að minnsta kosti 16 farþegar rútu létust þegar sprengja sprakk á vegi í suðurhluta Íraks í dag. Auk hinna látnu slösuðust 22 í árásinni. Farþegarútan var á Basra-Nasiriya veginum um 80 kílómetra suður af Nasiriya þegar sprengjan sprakk.

Evrópuþingið styður Breta vegna flóða

Evrópuþingið samþykkti á fundi sínum í dag að styrkja breska stjórnvöld um 162 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 17 milljarða króna, vegna flóða sem riðu yfir England síðastliðið sumar.

Forkosningar í Missisippi í dag

Forkosningar Demókrata verða haldnar í Missisippi í Bandaríkjunum í dag. Barack Obama og Hillary Clinton halda áfram baráttu sinni fyrir útnefningu flokksins. Skoðanakannanir sýna að Obama hafi forskot í ríkinu þar sem meirihluti kjósenda er svartur.

Bylting í tryggingarmálum launþega með nýjum samningum

Bylting varð í tryggingamálum launþega með nýgerðum kjarasamningum að mati Sigurðar Bessasona, formanns Eflingar. Hann segir að þar með hafi loks verið gengið frá máli sem verið hafi verkalýðshreyfingunni til skammar.

Slapp með naumindum úr íbúðinni

Rúmlega tvítugri erlendri konu tókst með naumindum að sleppa út úr íbúð í vesturborginni aðfararnótt sunnudags þar sem fimm erlendir karlmenn eru grunaðir um að hafa nauðgað henni.

Þjóðarmorð gegn Króatíu-Serbum fyrir dóm

Mál gegn þremur fyrrverandi hershöfðingjum í Króatíu er hafið fyrir stríðsglæpadómsstóli Sameinuðu þjóðanna. Mennirnir eru sakaðir um þjóðarmorð og ofsóknir gegn Króatíuserbum á tíunda áratugnum.

Jóhannes áfram formaður Neytendasamtakanna

Jóhannes Gunnarsson er sjálfkjörinn í formannsembætti Neytendasamtakanna þar sem aðeins eitt framboð barst áður en framboðsfrestur rann út í lok febrúar.

Forseti Alþjóðabankans til Íslands í vikunni

Robert B. Zoellick, forseti Alþjóðabankans og fyrrverandi varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur til Íslands á fimmtudaginn til að funda með ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans og til viðræðna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra.

Há sekt fyrir að brugga áfengi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 570 þúsund króna fyrir að brugga sterkt áfengi. Þá var sambýliskona hans sakfelld fyrir að hafa látið það viðganganst að áfengi væri framleitt og geymt á heimilinu.

Veikindi hermanna í Flóabardaga raktar til skordýraeiturs

Fundist hafa sannanir fyrir því að þrálát veikindi hermannanna sem tóku þátt í Flóabardaganum árið 1991 stafi af efnasamböndum í mótefni gegn taugagasi og skordýraeitri sem notað var gegn sandflugum í eyðimörkinni.

Geimskutlan Endeavour á loft

Geimskutlunni Endeavour hefur verið skotið á loft en hún á að fljúga til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Obama hafnar "draumaparinu"

Barak Obama hefur hafnað því að verða varaforseti Hillary Clinton í næstu forsetakosningum.

Sjá næstu 50 fréttir