Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. júní 2025 20:47 Sanna Magdalena Mörtudóttir var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar á hitafundi í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira