Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. júní 2025 20:47 Sanna Magdalena Mörtudóttir var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar á hitafundi í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira