Innlent

Jóhannes áfram formaður Neytendasamtakanna

MYND/GVA

Jóhannes Gunnarsson er sjálfkjörinn í formannsembætti Neytendasamtakanna þar sem aðeins eitt framboð barst áður en framboðsfrestur rann út í lok febrúar.

Fram kemur á heimasíðu samtakanna að Jóhannes muni sitja sem formaður fyrir kjörtímabilið 2008-2010, en kjörtímabilið hefst á næsta þingi Neytendasamtakanna sem er 19.-20. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×