Innlent

Há sekt fyrir að brugga áfengi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til greiðslu 570 þúsund króna fyrir að brugga sterkt áfengi. Þá var sambýliskona hans sakfelld fyrir að hafa látið það viðganganst að áfengi væri framleitt og geymt á heimilinu.

Alls fann lögreglan um 140 lítra af áfengi af mismunandi styrkleika við húsleit á heimili fólksins en einnig búnað til áfengisframleiðslu. Fólkið, sem er af erlendum uppruna, játaði brot sín en kvaðst hafa verið í þeirri trú að heimilt væri að framleiða áfengi til einkaneyslu og að þau hefðu ekki verið að brjóta lög.

Dómurinn segir hins vegar að fólkið hafi búið hér um árabil og vanþekking þeirra á íslenskum lögum sé ekki trúverðug miðað við magn áfengisins. Sem fyrr segir fékk maðurinn háa sekt fyrir athæfið en frestað var að gera konunni refsingu og fellur hún niður eftir tvö ár ef konan heldur skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×