Innlent

Slapp með naumindum úr íbúðinni

Rúmlega tvítugri erlendri konu tókst með naumindum að sleppa út úr íbúð í vesturborginni aðfararnótt sunnudags þar sem fimm erlendir karlmenn eru grunaðir um að hafa nauðgað henni.

Hún hafði samband við lögreglu sem flutti hana þegar til aðhlynningar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landsspítalanum. Hana grunar að mennirnir hafi blandað sér einhverja ólyfjan því hún ber við minnisleysi frá því áður en nauðgunin hófst og þar til hún vaknaði upp og varð áskynja hvað hafði gerst.

Hún var ekki með líkamlega áverka enda hafði hún ekki veitt mótspyrnu í dáinu. Karlmennirnir fimm voru svo handteknir á sunnudaginn og í gær úrskurðaðir í þriggja daga gæsluvarðhald.

Konan, sem er nýlega flutt hingað til lands og stundar vinnu, er ekki samlandi karlmannanna. Tæknirannsókn er nú í fullum gangi, bæði á vettvangi glælpsins og á lífsýnum úr körlunum og konunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×