Innlent

Áhugi Norðmanna á Evrópusambandsaðild dvínar

Steingrímur J. Sigfússon er fulltrúi VG í utanríkisnefnd.
Steingrímur J. Sigfússon er fulltrúi VG í utanríkisnefnd. Mynd/ GVA

Þótt umræðan um Evrópusambandið og þrýstingur á aðild að því aukist á Íslandi virðast Norðmenn vera að fjarlægast umræðuna, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Utanríkisnefnd Alþingis mun funda með utanríkisnefnd norska þingsins á morgun. Á meðal þess sem rætt verður eru samskipti Íslands og Noregs við Evrópusambandið.

Steingrímur segir að þær aðstæður sem Norðmenn standi frammi fyrir séu gerólíkar íslenskum aðstæðum. Í Noregi sé ekki jafnmikil þennsla og á Íslandi. Þá segir hann að staða norsku krónunnar sé sterk og norski Seðlabankinn sé öflugur.

Þá segir Steingrímur að Norðmenn telji stöðu sína geysilega sterka á alþjóðavettvangi, meðal annars í loftslagsmálum og friðargæslumálum. Þeir telji að áhrif þeirra séu meiri utan Evrópusambandsins en ef þeir væru innan þess. Af þessu ástæðum séu Norðmenn að fjarlægast allt tal um aðild að sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×