Innlent

Ákall til almennings

Foreldrar Kristins Veigars Sigurðssonar, sem keyrt var á í Reykjanesbæ í nóvember síðastliðnum, óska eftir upplýsingum og aðstoð frá almenningi um slysið. Þau leituðu til Kompáss og ákváðu að segja erfiða sögu sína. Þau vilja vita hver keyrði á Kristinn Veigar með þeim afleiðingum að hann lést.

Kompás verður sýndur í opinni dagskrá kl. 21.50 á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn verður með pólskum texta en með því er reynt að ná til hins sístækkandi pólska samfélags á Íslandi í von um frekari upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×