Kæra rektor og háskólaráð Andri Ólafsson skrifar 11. mars 2008 16:00 Ágúst Einarsson, rektor Bifrastar. Tveir af þremur nemendum sem vikið var úr Háskólanum á Bifröst um mánaðarmótin eftir að vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðum þeirra ætla að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar háskólans. Þá ætla þeir líka að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísun þeirra úr skólanum. Nemendurnir eru afar ósáttir við vinnubrögð rektors í málinu og segjast ekki hafa hlotið sanngjarna málsferð. Málið hófst með einni umfangsmestu lögregluaðgerð sem gerð hefur verið lengi á Vesturlandi en hún skilaði allt í allt um hálfu grammi af eiturlyfjum. Þrátt fyrir að lögregluaðgerðin á Bifröst hafi ekki skilað miklu, miðað við umfang, hafði hún samt afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá þrjá nemendur sem hún beindist að. Þeim var öllum vikið fyrirvaralaust úr skólanum og gert að yfirgefa háskólasvæðið. Aðeins einn af þeim þremur sem lögregluaðgerðirnar beindust að hefur viðurkennt að hafa átt eitthvað af þeim fíkniefnum sem fundust. Hann hefur viðurkennt að vera eigandi að um 0,3 grömmum af kókaíni sem fundust í tveimur íbúðum. Öðrum nemanda úr einni af þeim íbúðum sem efnin fundust í var engu að síður vikið úr skóla. Þrátt fyrir neitun hans á því að efnin væru hans og játningu annars á að efnin væru sín. Þá var þriðji nemandinn, kona á þrítugsaldri, gerð brottræk vegna 0,2 gramma af kannabisefnum sem fundust í kassa inn í geymslu hennar. Konan neitar því staðfastlega að eiga efnin. Í greinargerð sem lögmaður vann fyrir konuna vegna málsins kemur auk þess fram að viðurlögin við því að vera með þetta magn í sínum fórum er 28 þúsund króna sekt. Minna en sekt sem menn fá fyrir að keyra bifreið án ökuréttinda. Rektor tók neitun þessara tveggja nemanda ekki til greina. Nemendurnir segja Vísi að þau hafi ekki fengið tækifæri til þess að útskýra sitt mál fyrir honum áður en hann tók þá ákvörðun um að reka þau úr skólanum. Þeim var í staðinn sagt að þeim gæfist kostur á að skýra sitt mál á fundi háskólaráðs. Það gerðu tveir nemendanna. Annar baðst vægðar og sagðist vera búinn að panta pláss í meðferð. Hinn neitaði að eiga efnin sem fundust í íbúð hans enda annar nemandi búinn að segjast eiga þau. Þriðji nemandinn, konan með kannabisið í pappakassanum, mætti ekki fyrir háskólaráð en lagði þess í stað fyrir ráðið greinargerð lögmanns sem krafðist þess að háskólaráð endurskoðaði ákvörðun rektors á þeim forsendum að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Lögmaðurinn benti á að réttara væri að áminna nemandann. Háskólaráð neitaði hins vegar að taka afstöðu til sektar hvers nemenda fyrir sig. Þess í stað var einfaldlega greitt atkvæði um hvort staðfesta ætti ákvörðun rektors um að reka alla þrjá nemendurna úr skólanum eða ekki. Það var úr að rektor fékk sína ákvörðun staðfesta. Heimildir Vísis herma að einhverjir hafi greitt atkvæði á móti og er það í fyrsta skipti í áraraðir sem háskólaráð tekur slíka ákvörðun án fullrar samstöðu. Ákvörðun háskólaráðs er hægt að vísa til menntamálaráðuneytisins og það ætla hinir brottreknu nemendur að gera. Þeir ætla einnig að kæra Ágúst Einarsson til siðanefndar fyrir tölvupóst sem hann sendi þeim en þau segja að í honum hafi Ágúst gerst brotlegur við siðareglur skólans. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Tveir af þremur nemendum sem vikið var úr Háskólanum á Bifröst um mánaðarmótin eftir að vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðum þeirra ætla að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar háskólans. Þá ætla þeir líka að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísun þeirra úr skólanum. Nemendurnir eru afar ósáttir við vinnubrögð rektors í málinu og segjast ekki hafa hlotið sanngjarna málsferð. Málið hófst með einni umfangsmestu lögregluaðgerð sem gerð hefur verið lengi á Vesturlandi en hún skilaði allt í allt um hálfu grammi af eiturlyfjum. Þrátt fyrir að lögregluaðgerðin á Bifröst hafi ekki skilað miklu, miðað við umfang, hafði hún samt afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá þrjá nemendur sem hún beindist að. Þeim var öllum vikið fyrirvaralaust úr skólanum og gert að yfirgefa háskólasvæðið. Aðeins einn af þeim þremur sem lögregluaðgerðirnar beindust að hefur viðurkennt að hafa átt eitthvað af þeim fíkniefnum sem fundust. Hann hefur viðurkennt að vera eigandi að um 0,3 grömmum af kókaíni sem fundust í tveimur íbúðum. Öðrum nemanda úr einni af þeim íbúðum sem efnin fundust í var engu að síður vikið úr skóla. Þrátt fyrir neitun hans á því að efnin væru hans og játningu annars á að efnin væru sín. Þá var þriðji nemandinn, kona á þrítugsaldri, gerð brottræk vegna 0,2 gramma af kannabisefnum sem fundust í kassa inn í geymslu hennar. Konan neitar því staðfastlega að eiga efnin. Í greinargerð sem lögmaður vann fyrir konuna vegna málsins kemur auk þess fram að viðurlögin við því að vera með þetta magn í sínum fórum er 28 þúsund króna sekt. Minna en sekt sem menn fá fyrir að keyra bifreið án ökuréttinda. Rektor tók neitun þessara tveggja nemanda ekki til greina. Nemendurnir segja Vísi að þau hafi ekki fengið tækifæri til þess að útskýra sitt mál fyrir honum áður en hann tók þá ákvörðun um að reka þau úr skólanum. Þeim var í staðinn sagt að þeim gæfist kostur á að skýra sitt mál á fundi háskólaráðs. Það gerðu tveir nemendanna. Annar baðst vægðar og sagðist vera búinn að panta pláss í meðferð. Hinn neitaði að eiga efnin sem fundust í íbúð hans enda annar nemandi búinn að segjast eiga þau. Þriðji nemandinn, konan með kannabisið í pappakassanum, mætti ekki fyrir háskólaráð en lagði þess í stað fyrir ráðið greinargerð lögmanns sem krafðist þess að háskólaráð endurskoðaði ákvörðun rektors á þeim forsendum að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Lögmaðurinn benti á að réttara væri að áminna nemandann. Háskólaráð neitaði hins vegar að taka afstöðu til sektar hvers nemenda fyrir sig. Þess í stað var einfaldlega greitt atkvæði um hvort staðfesta ætti ákvörðun rektors um að reka alla þrjá nemendurna úr skólanum eða ekki. Það var úr að rektor fékk sína ákvörðun staðfesta. Heimildir Vísis herma að einhverjir hafi greitt atkvæði á móti og er það í fyrsta skipti í áraraðir sem háskólaráð tekur slíka ákvörðun án fullrar samstöðu. Ákvörðun háskólaráðs er hægt að vísa til menntamálaráðuneytisins og það ætla hinir brottreknu nemendur að gera. Þeir ætla einnig að kæra Ágúst Einarsson til siðanefndar fyrir tölvupóst sem hann sendi þeim en þau segja að í honum hafi Ágúst gerst brotlegur við siðareglur skólans.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira