Innlent

Vonast eftir góðu samstarfi um uppbyggingu á stjórnarráðsreit

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Uppbygging á stjórnarráðsreitnum er mjög mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg, að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tillaga að breytingu á stjórnarráðsreitnum hafi verið til meðferðar síðan árið 2004.

Hanna Birna segir að orsakir fyrir töfunum séu margvíslegar. „Það hafa verið tafir á málinu vegna ólíkra sjónarmiða hagsmunaðila, en ég vona að við náum góðu samkomulagi um uppbyggingu á þessum reit," segir Hanna Birna. Hún fagnar því að stjórnarráðið hafi óskað eftir fundi með skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar vegna málsins.

Þá segir Hanna Birna mikilvægt að uppbygging á stjórnarráðsreitnum verði í takt við aðra uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur og vísar í uppbyggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss og uppbyggingu Kvosar sem dæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×