Innlent

Segir ferðaþjónustuna hafa sloppið ágætlega frá hvalveiðum

Erna Hauksdóttir.
Erna Hauksdóttir.

Það er alveg ljóst að helstu viðskiptalönd Íslendinga eru mjög mikið á móti hvalveiðum, að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Ríkissjónvarpið greindi frá því í gærkvöld að hrefnuveiðimenn óskuðu eftir því að fá að veiða 100 dýr í ár og að sjávarútvegsráðherra væri jákvæður gagnvart því að kvótinn yrði ekki minni en 45 dýr. „Við erum búin að senda frá okkur okkar skoðun í gegnum tíðina sem er alltaf sú sama. Við viljum vara stjórnvöld við því að taka ekki minni hagsmuni fram yfir meiri," segir Erna.

Erna segir að ferðaþjónustan hafi sloppið ágætlega hingað til, en bendir á að þegar erlendir fjölmiðlar fjalli um hvalveiðar Íslendinga, hafi það jafnan þau áhrif að fólk afpanti ferðir til landsins. Erna segist vera þeirrar skoðunar að á meðan ekki sé alþjóðamarkaður fyrir hrefnukjöt sé óþarfi fyrir stjórnvöld að rugga bátnum með því að heimila hvalveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×