Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út tölvu og myndavél

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu um 200 þúsund króna í skaðabætur fyrir fjársvik og skjalafals.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa svikið út tölvu og stafræna myndavél í tveimur verslunum á Ísafirði með því að panta vörurnar símleiðis og láta skuldfæra þær á reikning annars manns. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa falsað úttektarbeiðni frá Ísafjarðarbæ þannig að beiðnin sýndi hærri úttektarheimild en rétt var.

Maðurinn neitaði sök en út frá gögnum málsins og framburði vitna var hann sakfelldur fyrir öll brotin. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og var fyrri dómur sem hann hlaut tekinn upp og dæmd refsing í einu lagi. Horft var til þess við ákvörðun refsingar að dráttur hefði orðið á meðferð málsins hjá ákæruvaldi og dómnu, en brotin áttu sér stað árin 2003 og 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×