Fleiri fréttir

Norræna herdeildin til liðs við Evrópusambandið

Sögulegt hernaðarsamstarf Svía, Norðmanna og Finna, auk Eista og Íra hefst í upphafi ársins. Þessar þjóðir senda í sameiningu 2.800 manns í herlið Evrópusambandsins , eða í svokallaða norræna herdeild

Norðmenn harma ákvörðun stjórnar Sri Lanka

Erik Solheim umhverfis- og þróunarmálaráðherra Noregs segist harma ákvörðun stjórnvalda á Sri Lanka að segja upp vopnahlésssamningi sínum við Tamíltígrana í landinu.

Pilturinn sem leitað var að fannst látinn

Lík piltsins, sem leitað var á höfuðborgarsvæðinu frá því í fyrrinótt, fannst í Elliðavogi, skammt frá smábátahöfn Snarfara á níunda tímanum í gærkvöldi.

Óþarfi að drekka átta vatnsglös

Lestur við litla birtu hefur ekki slæm áhrif á augun. Ekki er heldur þörf á því að drekka átta vatnsglös á dag til að viðhalda heilsunni, og hár vex ekki hraðar eftir að það er rakað. Þessar kerlingabækur eru meðal þeirra sjö sem eru afsannaðar í jólaútgáfu British Medical Journal.

Odinga segir að fjöldafundur verði haldinn þrátt fyrir bann

Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenýa segir að fyrirhugaður fjöldafundur í höfuðborginni Naíróbí muni fara fram á morgun þrátt fyrir bann sem stjórnvöld hafa lagt við útifundum. Odinga, sem neitar að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningum um síðustu helgi hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mæta til fundarins og segist hann búast við því að um milljón manns svari kallinu.

Eftirlitssveitin í uppnámi

Uppsögn vopnahléssamkomulagsins á Sri Lanka af hálfu stjórnvalda hefur sett framtíð vopnahléseftirlitssveitarinnar í uppnám að sögn utanríkisráðuneytisins en sveitirnar eru skipaðar Íslendingum og Norðmönnum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákvörðunin sé hörmuð og óttast menn að uppsögnin verði til þess að auka enn á hörmungar íbúa landsins.

Enn leitað að Jakobi Hrafni

Enn hefur leitin að Jakobi Hrafni Höskuldssyni, 19 ára gömlum Reykvíkingi engan árangur borið. Á annað hundrað manns eru enn við leit og ákveðið verður á næstu klukkustund hvort leit verði fram haldið í nótt. Lögreglu hafa borist þónokkur fjöldi ábendinga vegna hvarfs Jakobs en engin þeirra hefur getað varpað ljósi á málið.

Íbúar Iowa ríða á vaðið á morgun

Fyrstu forkosningar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun í Iowa ríki. Spennan er mikil og benda kannanir til þess að á meðal frambjóðenda demókrata séu þrír með svipað fylgi en á meðal Repúblikana eru þeir tveir sem þykja líklegastir til þess að fara með sigur af hólmi.

Íhugar að leita réttar síns vegna ráðningar Orkumálastjóra

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri hefur beðið Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um að rökstyðja ráðningu nýs Orkumálastjóra og íhugar að leita til Umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar hans. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Ragnheiður segir jafnframt að annað starfsfólk Orkustofnunar sé undrandi á ráðningunni.

Kallaðir heim ef samkomulag ógilt

Stjórnvöld á Srí Lanka ætla að ógilda fimm ára vopnahléssamkomulag sitt við skæruliða Tamíltígra. Íslendingar og Norðmenn hafa haft eftirlit með því. Kalla þarf eftirlitssveitina heim innan tveggja vikna frá ógildingu. 9 Íslendingar eru nú við vopnahléseftirlit á Srí Lanka.

Öllum sagt upp hjá Kræki á Dalvík

Öllum starfsmönnum fiskverkunarfyrirtækins Krækis á Dalvík hefur verið sagt upp störfum. Rúmlega þrjátíu stöðugildi hafa verið hjá fyrirtækinu, en Henning Jóhannesson stjórnarformaður segir mikla rekstrarefriðfleika hjá fyrirtækinu. Breytt rekstrarform sé þó til skoðunar.

Gagnrýna úthlutun lóðar í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur úthlutað verktakafyrirtækinu Garðamýri ehf. lóð þar í bæ sem metin er á 2,1 milljarð króna en þar á að byggja upp íþrótta- og heilsumannvirki. Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýnir að verkið hafi aldrei verið boðið út

Fíkniefnahandtaka í Hafnarfirði

Tveir karlar á þrítugsaldri voru handteknir í íbúð í Hafnarfirði í gærmorgun en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Þegar lögregluna bar að garði stóð yfir gleðskapur og var ætluðum fíkniefnum hent út um glugga á húsinu. Innandyra fannst meira af ætluðum fíkniefnum en annar hinna handteknu reyndist jafnframt vera eftirlýstur fyrir aðrar sakir.

Hún á afmæli í dag!

Starfsfólk veitingastaðarins B5 mætti óvenjusnemma til vinnu í dag miðað við að hafa unnið fram undir morgun á nýjársfagnaði. Ástæðan var tveggja ára afmælisveisla Ellu Dísar Laurens. Starfsfólk og skemmtikraftar gáfu vinnu sína til að móðirin gæti haldið stúlkunni, sem er alvarlega veik, veglega afmælisveislu.

Hættu að reykja eða deyðu

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur vakið máls á þeim möguleika að skilyrða opinbera heilbrigðisþjónustu.

Sofnaði undir stýri

Tveir menn slösuðust þegar árekstur varð á Hvalfjarðarvegi, rétt við Lambhaga, um klukkan sjö í morgun. Mennirnir voru ökumenn í sitt hvorri bifreiðinni og voru báðir einir á ferð. Annar þeirra virðist hafa sofnað undir stýri, farið inn á rangann vegarhelming, og ekið framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Báðir bílarnir eru gjörónýtir.

Leitarsvæðið víkkað út

Björgunarsveitarmenn af suðvesturhorninu hafa víkkað út það svæði þar sem leitað er að 19 ára pilti, Jakobi Hrafni Höskuldssyni, sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun.

Sjúkrahús í ljósum logum

Sjúklingar og starfsfólk hafa þurft að flýja Royal Marsden sjúkrahúsið í London eftir að eldur braust út á efstu hæð þar fyrr í dag. Þak spítalans stendur í ljósum logum og reyk leggur langar leiðir. Óttast er að sjúklingar sem voru í skurðaðgerðum þegar eldurinn braust út séu enn á skurðstofunum.

Þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Karlakórinn Heimir í Skagafirði, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Safnasafnið við Svalbarðseyri eru tilnefnd til Eyrarósarinnar 2008, sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, sem veitt verður á Bessastöðum 10. janúar.

Sharon Stone og moskítónetin

Neyðaraðstoð er flókið fyrirbæri. Stundum væri betur heima setið en af stað farið. Jón Björgvinsson, kvikmyndatökumaður sem er búsettur í Sviss fjallar aðeins um þetta í tímaritinu Lífsstíll.

Gæsluþyrla tekur þátt í leit að pilti í Reykjavík

Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, hefur bætist í hóp þeirra sem leita að Jakobi Hrafni Höskuldssyni, 19 ára pilti sem saknað hefur verið í Reykjavík frá því í gærmorgun. Leitin hefur enn engan árangur borið.

Útvarpsstjóri ætlar að svara kalli Björns

„Þetta er réttmæt ábending og við tökum mark á henni. Við munum fjölga stórlega þeim tilvikum þar sem að þjóðsöngurinn er sunginn,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá gagnrýni Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra að þjóðsöngurinn sé alltaf spilaður en ekki sunginn á RÚV.

Fjölskylda Ásgeirs djúpt snortin

Fjölskylda Ásgeirs Lýðssonar, tæplega tveggja ára drengs á Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla, er afar þakklát fyrir stuðning sem þau hafa fengið eftir umfjöllun á Vísi fyrir jól. “Við erum djúpt snortin yfir viðbrögðum fólks og viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt okkur” segir Ágústa Sigurðardóttir, móðir Ásgeirs.

Tjón af völdum veggjakrots gæti numið milljónum

Lögregla handtók þrjá sautján ára pilta undir morgun á Laugaveginum í morgun, grunaða um veggjakrot á mörg hús við Laugaveginn og jafnvel víðar. Tjónið gæti hlaupið á milljónum króna.

Starfsmönnum samgönguráðuneytis fjölgar um þriðjung

Starfsmönnum samgönguráðuneytisins fjölgar nú um áramótin um þriðjung þegar ýmis verkefni verða færð til ráðuneytisins. Meðal þeirra verkefna sem ráðuneytið tekur við er rekstur Keflavíkurflugvallar og málefni Flugmálastjórnar.

Umdeildur dómari veikur fyrsta daginn

Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Norðurlands Eystri tilkynnti Þorsteinn Davíðsson sig veikan í morgun, í þann mund sem fyrsti formlegi vinnudagur hans eftir umdeilda stöðuveitingu var að hefjast.

Ólöf Ýrr nýr ferðamálastjóri

Ólöf Ýrr Atladóttir hefur verið ráðin ferðamálastjóri frá og með áramótum samkvæmt ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðaráðherra sem tók við málefnum ferðaþjónustunnar um áramótin.

Ný kjarnorkuver í Bretlandi

Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna.

Guðni Jóhannesson nýr orkumálastjóri

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið doktor Guðna A. Jóhannesson prófessor, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns Byggingartæknideildar Konunglega Verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, sem orkumálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára.

Stílbrot á fánalögum hjá forseta að mati dómsmálaráðherra

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni uppsetninguna á íslenska fánanum í nýársávarpi forseta Íslands. Segir Björn að uppsetningin sé "stílbrot" þar sem fáninn hafi staðið röngu megin við forsetann.

Fimmtán létust í umferðinni árið 2007

Fimmtán manns létust í jafnmörgum umferðarslysum á nýliðnu ári eða rúmlega helmingi færri en árið á undan, en þá lést 31. Í þremur tilvikum var um bifhjólaslys að ræða og jafnoft létust erlendir vegfarendur.

Sjá næstu 50 fréttir