Innlent

Fimmtán létust í umferðinni árið 2007

Fimmtán manns létust í jafnmörgum umferðarslysum á nýliðnu ári eða rúmlega helmingi færri en árið á undan, en þá lést 31. Í þremur tilvikum var um bifhjólaslys að ræða og jafnoft létust erlendir vegfarendur.

Um var að ræða 13 ökumenn bíla eða bifhjóla, 1 farþega og einn gangandi vegfaranda. 12 karlar, 2 konur og eitt barn létust.

Á árinu 2006 létust 20 karlar og 11 konur. Nær helmingur látinna óku útaf vegi, 7 létust í árekstrum og í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda. 14 slysanna urðu í dreifbýli og eitt í þéttbýli.

Það er mat forráðamanna Umferðarstofu að fækkun banaslysa skýrist af markvissari vinnubrögðum og góðri samvinnu allra aðila sem að umferðaröryggisstarfinu koma. Jafnframt vandaðri framkvæmd umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda, undir stjórn samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu, Vegagerðarinnar og embætti ríkislögreglustjóra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×