Innlent

Umdeildur dómari veikur fyrsta daginn

Andri Ólafsson skrifar
Þorsteinn Davíðsson
Þorsteinn Davíðsson

Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Norðurlands Eystri tilkynnti Þorsteinn Davíðsson sig veikan í morgun, í þann mund sem fyrsti formlegi vinnudagur hans eftir umdeilda stöðuveitingu var að hefjast.

Nokkur fiðringur var á meðal starfsfólks héraðsdóms í morgun enda vakti ráðning Þorsteins mikla athygli skömmu fyrir jól. Sérstaklega eftir að í ljós kom að við skipan hans var gengið fram hjá þremur umsækjendum sem sérstök matsnefnd taldi hæfari.

Vegna veikinda Þorsteins verður því einhver bið á því að Þorsteinn geti kynnt sig fyrir nýjum starfsfélögum og hafið störf.

Af ráðningarmálum hans er það hins vegar að frétta að Árni Mathiesen, sem skipaði Þorstein, mun innan skamms skila skriflegum rökstuðningi fyrir skipuninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×