Innlent

Stílbrot á fánalögum hjá forseta að mati dómsmálaráðherra

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni uppsetninguna á íslenska fánanum í nýársávarpi forseta Íslands. Segir Björn að uppsetningin sé "stílbrot" þar sem fáninn hafi staðið röngu megin við forsetann.

Orðrétt segir Björn á heimasíðu sinni: "Íslenski fáninn sómir sér vel í sal alþingis við hægri öxl þess, sem situr á forsetastóli þingsins og ræðumanns í salnum. Þarna er farið að reglum um stað fánans. Skjaldarmerkið er við hægri öxl forsætisráðherra, þegar hann flytur áramótaávarp sitt. Þegar forseti Íslands flytur þjóðinni nýársávarp sitt úr sal Bessastaða, er íslenski fáninn hins vegar við vinstri öxl forsetans. Þetta er stílbrot. "

Síðan vitnar Björn í fánareglur en þar segir: „Sé fáni á stöng við altari, ræðustól eða ræðuborð, leiksvið eða annan sambærilegan stað, skal hann vera vinstra megin séð frá áhorfanda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×