Fjölskylda Ásgeirs djúpt snortin Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. janúar 2008 13:25 Ásgeir í fangi Ágústu móður sinnar. MYND/Jóhann Jóhannsson Fjölskylda Ásgeirs Lýðssonar, tæplega tveggja ára drengs á Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla, er afar þakklát fyrir stuðning sem þau hafa fengið eftir umfjöllun á Vísi fyrir jól. "Við erum djúpt snortin yfir viðbrögðum fólks og viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt okkur" segir Ágústa Sigurðardóttir, móðir Ásgeirs. Egill Árnason gaf fjölskyldunni baðkar sem vantaði sárlega á heimilið til að baða Ásgeir og Forlagið lagði til 50 þúsund eins og Vísir. Þá færðu sjúkraflutningamenn í Árnessýslu fjölskyldunni 50 þúsund krónur á aðfangadag sem Landsbankinn jafnaði. Auk þess hafa fjölmargir einstaklingar lagt til minni fjárhæðir. "Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur, ekki síst nú í janúar þegar Lýður (faðir Ásgeirs) verður í landi," segir Ágústa, en Lýður er sjómaður og hefur misst töluvert úr vinnu vegna veikindanna. "Það er náttúrulega frábært að fá baðkarið því Ásgeir veit fátt skemmtilegra en að fá að busla, auk þess getum við keypt ýmislegt sem vantar fyrir hann." Ágústa segir að þegar fólk standi í svona lífsreynslu sé tilfinningalegur stuðningur ekki síður mikilvægur en fjárhagslegur stuðningur; "og fyrir honum höfum við svo sannarlega fundið líka," segir hún að lokum. Umfjöllun um veikindi Ásgeirs má finna hér. Tengdar fréttir Veröld Ásgeirs Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. 18. desember 2007 09:18 Veröld Sindra Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. 10. desember 2007 13:33 Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Veröld Hugins Huginn Heiðar Guðmundsson fæddist með alvarlegan lifrasjúkdóm árið 2004. Eftir að móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur lagaðist sjúkdómurinn, en þá tók við alvarlegur lungnasjúkdómur. Huginn getur ekki verið án súrefnisgjafar og er því bundinn við súrefnisvélar eða súrefniskúta. Þetta gerir það að verkum að hann kemst ekki út af heimili fjölskyldunnar nema með mjög mikilli fyrirhöfn. 21. desember 2007 18:31 Sjúkraflutningamenn færðu fjölskyldu Ásgeirs litla jólaglaðning Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu ákváðu að afþakka jólagjafir og gefa þess í stað fjölskyldu Ásgeirs Lýðssonar, tveggja ára drengs, þá fjárhæð sem hefði annars runnið í jólagjafir. 24. desember 2007 12:46 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fjölskylda Ásgeirs Lýðssonar, tæplega tveggja ára drengs á Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla, er afar þakklát fyrir stuðning sem þau hafa fengið eftir umfjöllun á Vísi fyrir jól. "Við erum djúpt snortin yfir viðbrögðum fólks og viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt okkur" segir Ágústa Sigurðardóttir, móðir Ásgeirs. Egill Árnason gaf fjölskyldunni baðkar sem vantaði sárlega á heimilið til að baða Ásgeir og Forlagið lagði til 50 þúsund eins og Vísir. Þá færðu sjúkraflutningamenn í Árnessýslu fjölskyldunni 50 þúsund krónur á aðfangadag sem Landsbankinn jafnaði. Auk þess hafa fjölmargir einstaklingar lagt til minni fjárhæðir. "Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur, ekki síst nú í janúar þegar Lýður (faðir Ásgeirs) verður í landi," segir Ágústa, en Lýður er sjómaður og hefur misst töluvert úr vinnu vegna veikindanna. "Það er náttúrulega frábært að fá baðkarið því Ásgeir veit fátt skemmtilegra en að fá að busla, auk þess getum við keypt ýmislegt sem vantar fyrir hann." Ágústa segir að þegar fólk standi í svona lífsreynslu sé tilfinningalegur stuðningur ekki síður mikilvægur en fjárhagslegur stuðningur; "og fyrir honum höfum við svo sannarlega fundið líka," segir hún að lokum. Umfjöllun um veikindi Ásgeirs má finna hér.
Tengdar fréttir Veröld Ásgeirs Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. 18. desember 2007 09:18 Veröld Sindra Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. 10. desember 2007 13:33 Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Veröld Hugins Huginn Heiðar Guðmundsson fæddist með alvarlegan lifrasjúkdóm árið 2004. Eftir að móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur lagaðist sjúkdómurinn, en þá tók við alvarlegur lungnasjúkdómur. Huginn getur ekki verið án súrefnisgjafar og er því bundinn við súrefnisvélar eða súrefniskúta. Þetta gerir það að verkum að hann kemst ekki út af heimili fjölskyldunnar nema með mjög mikilli fyrirhöfn. 21. desember 2007 18:31 Sjúkraflutningamenn færðu fjölskyldu Ásgeirs litla jólaglaðning Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu ákváðu að afþakka jólagjafir og gefa þess í stað fjölskyldu Ásgeirs Lýðssonar, tveggja ára drengs, þá fjárhæð sem hefði annars runnið í jólagjafir. 24. desember 2007 12:46 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Veröld Ásgeirs Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. 18. desember 2007 09:18
Veröld Sindra Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. 10. desember 2007 13:33
Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00
Veröld Hugins Huginn Heiðar Guðmundsson fæddist með alvarlegan lifrasjúkdóm árið 2004. Eftir að móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur lagaðist sjúkdómurinn, en þá tók við alvarlegur lungnasjúkdómur. Huginn getur ekki verið án súrefnisgjafar og er því bundinn við súrefnisvélar eða súrefniskúta. Þetta gerir það að verkum að hann kemst ekki út af heimili fjölskyldunnar nema með mjög mikilli fyrirhöfn. 21. desember 2007 18:31
Sjúkraflutningamenn færðu fjölskyldu Ásgeirs litla jólaglaðning Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu ákváðu að afþakka jólagjafir og gefa þess í stað fjölskyldu Ásgeirs Lýðssonar, tveggja ára drengs, þá fjárhæð sem hefði annars runnið í jólagjafir. 24. desember 2007 12:46