Innlent

Gæsluþyrla tekur þátt í leit að pilti í Reykjavík

Kafarar á vegum Landsbjargar hafa leitað piltsins í Elliðaánum í dag.
Kafarar á vegum Landsbjargar hafa leitað piltsins í Elliðaánum í dag.

Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, hefur bætist í hóp þeirra sem leita að Jakobi Hrafni Höskuldssyni, 19 ára pilti sem saknað hefur verið í Reykjavík frá því í gærmorgun. Leitin hefur enn engan árangur borið.

Á bilinu 130-140 björgunarsveitarmenn eru nú við leit að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúar Landsbjargar, en þeir koma bæði af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi.

Leitin beinist sem fyrr að svæðinu í kringum Elliðaárnar og að hverfunum þar í kring en ekki er útilokað að leitarsvæðið verði víkkað þegar líður á daginn.

Jakobs Hrafns Höskuldssonar hefur verið saknað frá því í gærmorgun.

Síðast sást til Jakobs við skemmtistaðinn Broadway við Ármúla um klukkan hálfsex að morgni nýársdags en þá hugðist hann halda heim á leið, í Blöndukvísl í Árbæjarhverfi.

Jakob er 188 sentímetrar ár hæð, frekar grannur með dökkt stutt hár, í dökkum buxum, hettupeysu og með derhúfu. Lögregla biður fólk sem gæti gefið upplýsingar um ferðar hans að hafa samband í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×