Innlent

Tuttugu og níu létust af slysförum á síðasta ári

Tuttugu og níu manns léstust af slysförum hér á landi á síðasta ári samkvæmt samantekt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Flestir létust í umferðarslysum eða 15, fjórir í vinnuslysum, fjórir í heima- og frítímaslysum, þrír í sjóslysum og þrír í drukknunarslysum. Til samanburðar léstust 49 af slysförum í fyrra, þar af 30 í umferðarslysum.

Tuttugu og fjórir hinna látnu í fyrra voru karlmenn, þrjár konur voru í hópnum og tvö börn. Þessu til viðbótar létust sex Íslendingar af slysförum erlendis og eru þeir skráðir í banaslysatölur þar. Einn einstaklingur lét lífið hér á landi meira en mánuði frá því að slysið átti sér stað og er því ekki skráður í banaslysatölur ársins 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×