Urðu að hætta við Hvannadalshnjúk vegna veðurs 24. ágúst 2007 12:00 Björgunarsveitarmenn urðu að hætta við að klífa Hvannadalshnjúk í nótt vegna veðurs en nú viðrar vel á svæðinu þar sem leitað er að tveimur týndum ferðamönnum í grennd við Svínafellsjökul. Björgunarmennirnir ætluðu að ganga upp á hnjúkinn og síðan niður helstu gönguleiðir en veður kom í veg fyrir það. Hins vegar hefur nú létt verulega til nema hvað þokuslæðingur er á öllum fjallatoppum. Um það bil 40 manns taka þátt í leitinni, þar af 23 klifurmenn og fimm menn með þrjá sporhunda. Svæðið er afar erfitt yfirferðar og setja leitarmenn sig í hættu hvað eftir annað. Óljóst er hvort hundarnir koma að gagni en það verður reynt til þrautar í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er búin að fljúga yfir óleitað svæði í morgun og er þessa stundina að fljúga yfir svæði vestan Hvannadalshnjúks. Af búnaði, sem er í tjöldum þeirra, sem áhöfn þyrlunnar fann í gær, má ráða að þeir hafi búist þaðan til dagsferðar en ekki liggur fyrir hvenær þeir héldu í hana. Björgunarsveitarmenn binda vonir við að mennirnir kunni að finnast á lífi því óvenju hlýtt hefur verið í veðri á svæðinu undanfarna daga. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, Landsbjörgu og lögreglustjóranum á Eskifirði að ráðgert sé að halda leitinni áfram af fullum krafti um helgina og í dag og kvöld munu fjallabjörgunarhópar víðs vegar af landinu bætast á svæðið til að taka þátt í leitinni. Aðgerðinni er stýrt frá Samhæfingastöðinni í Skógarhlíð af landsstjórn björgunarsveita og fulltrúa Ríkislögreglustjórans sem er með forræði aðgerðarinnar í samráði við Lögreglustjórann á Eskifirði. Við stjórn á vettvangi er fulltrúi Ríkislögreglustjórans og svæðisstjórn björgunarsveita. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Björgunarsveitarmenn urðu að hætta við að klífa Hvannadalshnjúk í nótt vegna veðurs en nú viðrar vel á svæðinu þar sem leitað er að tveimur týndum ferðamönnum í grennd við Svínafellsjökul. Björgunarmennirnir ætluðu að ganga upp á hnjúkinn og síðan niður helstu gönguleiðir en veður kom í veg fyrir það. Hins vegar hefur nú létt verulega til nema hvað þokuslæðingur er á öllum fjallatoppum. Um það bil 40 manns taka þátt í leitinni, þar af 23 klifurmenn og fimm menn með þrjá sporhunda. Svæðið er afar erfitt yfirferðar og setja leitarmenn sig í hættu hvað eftir annað. Óljóst er hvort hundarnir koma að gagni en það verður reynt til þrautar í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er búin að fljúga yfir óleitað svæði í morgun og er þessa stundina að fljúga yfir svæði vestan Hvannadalshnjúks. Af búnaði, sem er í tjöldum þeirra, sem áhöfn þyrlunnar fann í gær, má ráða að þeir hafi búist þaðan til dagsferðar en ekki liggur fyrir hvenær þeir héldu í hana. Björgunarsveitarmenn binda vonir við að mennirnir kunni að finnast á lífi því óvenju hlýtt hefur verið í veðri á svæðinu undanfarna daga. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra, Landsbjörgu og lögreglustjóranum á Eskifirði að ráðgert sé að halda leitinni áfram af fullum krafti um helgina og í dag og kvöld munu fjallabjörgunarhópar víðs vegar af landinu bætast á svæðið til að taka þátt í leitinni. Aðgerðinni er stýrt frá Samhæfingastöðinni í Skógarhlíð af landsstjórn björgunarsveita og fulltrúa Ríkislögreglustjórans sem er með forræði aðgerðarinnar í samráði við Lögreglustjórann á Eskifirði. Við stjórn á vettvangi er fulltrúi Ríkislögreglustjórans og svæðisstjórn björgunarsveita.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira