Innlent

Ók börnunum í leikskóla undir áhrifum fíkniefna

MYND/Guðmundur

Þrír karlar á þrítugsaldri voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eftir því sem lögregla segir í tilkynningu var sá fyrsti var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en viðkomandi átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum.

Segir lögregla happ að hann hafi ekki lent í alvarlegu umferðaróhappi en hann var nýbúinn að aka börnum sínum í leikskóla þegar lögreglan stöðvaði för hans. Um hádegisbil var annar karl handtekinn á öðrum stað í Kópavogi en sá yfirgaf bíl sinn og reyndi að komast undan laganna vörðum. Hann náðist hins vegar í nærliggjandi fyrirtæki. Þriðji karlinn var svo handsamaður í Breiðholti nokkru eftir hádegi en í bíl mannsins fundust einnig ætluð fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×