Fleiri fréttir

Fyrsta skóflustungan tekin á morgun

Fyrsta skóflustungan að nýrri háskólabyggingu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíðinni verður tekin á morgun. Húsið verður fullklárað um 35 þúsund fermetrar að stærð og því ein stærsta bygging höfuðborgarsvæðisins.

Björgunarhringurinn þurrkaður af Sarkozy

Franska tímaritið Paris Match hefur orðið uppvíst að því að falsa myndir af Sarkozy forseta Frakklands. Myndir sem birtust af forsetanum róa á kajak í sumarfríi í Bandaríkjunum sýna örlítinn björgunarhring um mitti forsetans, sem vart er í frásögur færandi, en Sarkozy er 52 ára.

Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu

Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar.

Níutíu björgunarsveitamenn leita Þjóðverjanna

Um níutíu björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. Leit verður haldið áfram til myrkurs að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en leitað er við erfiðar aðstæður nærri Svínafellsjökli en þar fundust tjöld mannanna um hádegisbil.

Útvarpsstjóri ekur á tvöfalt dýrari bíl en ráðherra

Glæsibifreiðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur er meira en tvöfalt dýrari en bifreiðin sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur til umráða. Útvarpsstjóri ekur um á Audi Q7 en ráðherra á Audi A6 frá árinu 2004.

Lögga borgar 200 þúsund króna sekt

Dómsátt hefur verið gerð í máli varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem ákærður var fyrir að hafa misnotað stöðu sína og látið aka sér í forgangsakstri út á Keflavíkurflugvöll. Maðurinn þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir athæfið.

Lögreglan varar við skartgripaþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar starfsmenn skartgripaverslana við óprúttnum aðilum sem hafa þegar stolið skartgripum úr einni verslun í Reykjavík og gert tilraun til þjófnaðar í annarri verslun í borginni. Lögregla segir að um sé að ræða karl og konu af austur-evrópskum uppruna „en þau eru bæði dökk yfirlitum,“ eins og segir í tilkynningu.

Vilja sjá kælisbréf borgarstjóra

Samfylkingin krefst þess að borgarstjóri leggi fram bréf sem hann skrifaði til ÁTVR á dögunum þar sem hann mæltist til að bjórkælir búðarinnar yrði tekinn úr sambandi. Flokkurinn kallar einnig eftir upplýsingum um hvort borgarstjóri hafi staðið í fleiri bréfaskiptum við dagvöruverslanir í miðborginni.

Fengu rabarbara- og njólavendi við heimkomuna

„Ég man það eftir leikinn að við öfunduðum mjög Keflvíkingana sem voru að fara í Evrópukeppnina beint og þurftu ekki að fara heim. Við vorum alla vega sex sem framlengdum dvölina til þess að lenda ekki í ljósmyndurunum heima. En Akureyringarnir, þeir fóru beint heim. Það var tekið á móti þeim á Akureyrarflugvelli með búketta, rabarbara og njóla," segir Jóhannes Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem tók þátt í sögulegum leik Íslendinga og Dana á Idrætsparken fyrir sléttum 40 árum.

Dæmd fyrir innflutning á 1 kg af kóki

Tveir Hollendingar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á rúmu kílógrammi af kókaíni. Henry De Weever var dæmdur í 16 mánaða fangelsi en .Appolonia Safira Djasmin í 14 mánuði.

Samkeppniseftirlitið sektar Sund

Samkeppniseftirlitið hefur sektað félagið Sund um eina milljón króna vegna þess að fyrirtækið svaraði ekki ítrekaðri beiðni stofnunarinnar um gögn. Eftirlitið sendi Sundum bréf þann 15. maí þar sem óskað var eftir gögnum í tengslum við viðskipti með hlutabréf í Glitni sem mikið hafði verið fjallað um í fjölmiðlum.

Skotinn og fangelsaður í Danmörku

Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig.

Tíu milljón ára gamlar tennur

Níu steingerðar tennur sem fundist hafa í Eþíópíu virðast vera úr áður óþekktri tegund risaapa. Steingervingarnir eru um 10 milljón ára gamlir og hefur skepnan verið nefnd Chororapithecus abyssinicus.

Ríkissjóður gaf Seðlabanka sínum 44 milljarða króna

Í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins er að finna tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins og samanburð við síðasta ár. Þar er að finna sláandi mun á hreinum lánsfjárjöfnuði sem helgast að stórum hluta af því að ríkissjóður gaf Seðlabankanum 44 milljarða króna til að styrkja gjaldeyrisforða sinn.

Fleiri konur vildu reyna aftur

Næstum helmingi fleiri konur en karlar óska þess að þær hefðu fundið sér annan lífsförunaut, samkvæmt nýrri könnun sem birt hefur verið í Bretlandi. Og það er ekki það eina sem þær iðrast. Konurnar virðast óánægðari en karlmennirnir með næstum alla stóru áfangana í lífi sínu.

Segir stöðu Vegagerðarinnar jákvæða um 630 milljónir

Staða Vegagerðarinnar gagnvart ríkisstjóði er jákvæð um 630 milljónir króna. Þetta segir Vegagerðin í tilkynningu sem send er vegna umræðu um Grímseyjarferjumálið og ásakana þess efnis að Vegagerðin hafi farið fram úr fjárheimildum sínum.

Velja flottasta bossa í heimi

Danir eru frjálslyndir í besta lagi, en sumum þeirra misbýður þó nýjasta markaðsátak danska undirfatarisans Sloggi. Fyrirtækið ætlar að láta velja fallegasta bossa í heimi á netinu og hvetur stúlkur og drengi til þess að senda myndir af afturendanum á sér, náttúrlega í Sloggi nærbuxum eða þveng. Tugþúsundir unglinga hafa svarað kallinu, enda er sigurvegaranum heitið fyrirsætustarfi.

Óttast að skólabílar hrúgist inn í íbúðahverfi

Nágrannar skóla hafa nokkrar áhyggjur af þeim þönkum borgaryfirvalda að setja upp stöðumæla á bílastæðum skólanna. Þeir sjá framá að við það muni bílar nemenda hrúgast inn í nærrliggjandi íbúðahverfi. Mörg dæmi eru um að það hafi gerst þegar bílastæðum skóla hefur verið lokað tímabundið vegna einhverra framkvæmda.

Ónýttar fjárlagaheimildir nema hátt í 20 milljörðum

Nú er lokið fundi fjárlaganefndar um Grímseyjarferjuna og viðtölum við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Gunnar Svavarsson formaður nefndarinnar segir að m.a. hafi verið rætt um ónýttar fjárlagaheimildir sem fluttar eru á milli ára og nema nú hátt í 20 milljörðum króna. Raunar er talan mun hærri ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með eða um 28 milljarðar króna.

Sérveitarmaður og sporhundur taka þátt í leitinni

Sérsveitarmaður frá lögreglunni og sérþjálfað björgunarsveitarfólk ásamt sporhundi frá höfuðborgarsvæðinu er á leið til Vatnajökuls til þess að taka þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga.

Borgin vill annað "Byrgi"

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að borgaryfirvöld vilji að komið sé á fót öðru "Byrgi" í nágrenni borgarinnar. Nú standi yfir viðræður við félagsmálaráðuneytið um að það fé sem rann til Byrgisins á sínum tíma verði áfram nýtt undir svipaða starfsemi. Borgin er einnig að leita að öðru húsnæði fyrir útigangsmenn til viðbótar við þau sem fyrir eru.

Vinna að útbreiðslu og lögleiðingu pókers

Nýstofnað Pókersamband Íslands opnaði formlega í dag heimasíðu sína en sambandið vinnur að útbreiðslu pókers og lögleiðingur mótapókers. Forseti sambandsins segir inni í myndinni að sækja um aðild að ÍSÍ.

Æstur múgur ræðst á lögreglumenn

Hópur manna réðst að sex frönskum lögreglumönnum á flugvelli í Gíneu þegar þeir voru að flytja ólöglega innflytjendur frá Frakklandi. Sparkað var í mennina og þeir kýldir með þeim afleiðingum að þeir mörðust illa og hlutu skrámur í andliti. Árásarmennirnir voru að mótmæla harðri stefnu franskra stjórnvalda gagnvart innflytjendum.

Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði fyrir bifreið útvarpsstjóra

Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljón króna Audi Q7 drossíu. Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins. Í dag greiðir Ríkisútvarpið 202 þúsund krónur á mánuði miðað við tveggja ára rekstraleigu.

Reynt áfram að koma Grímseyjarferjunni á flot

Haldið verður áfram að reyna að koma Grímseyjarferjunni á flot segir Vegamálastjóri. Hann sat fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem farið var yfir málefni ferjunnar.

Fundu tjöld Þjóðverjanna sem leitað er að á Svínafellsjökli

Þyrla frá Landheglisgæslunni fann nú á tólfta tímanum tjöld ofarlega í Svínafellsjökli og björgunarsveitarmenn, sem eru komnir á vettvang, staðfesta að þau tilheyri þýsku ferðamönnunum, sem leitað er að. Ekkert hefur hinsvegar sést til þeirra.

Innflutningssbanni á breskar landbúnaðarvörur aflétt

Evrópusambandið hefur ákveðið að aflétta banni á innflutningi á bresku nautakjöti, mjólkurafurðum og lifandi skepnum. Bannið mun þó gilda áfram um afurðir frá Surrey. Evrópusambandið setti bannið á eftir að gin- og klaufaveiki greindist í nautgripum í Surrey á Englandi.

LÍÚ vil að sjávarútvegsráðherra sendi rannsóknarskip strax til Grænlands

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að senda eigi hafrannsóknarskip strax til Grænlands til að kanna ástand þorskstofnsins þar. Fram hefur komið í fréttum í vikunni að Hafrannsóknarstofnun eigi ekki fé til að fjármagna slíkan leiðangur. Friðrik bendir á að rannsóknarskipið Árni Friðriksson liggi nú við bryggju og verði þar allan næsta mánuð.

Rændu foreldrunum en skildu börnin eftir

Óprúttnir menn vopnaðir skambyssum réðust inn á heimili fjögurra manna fjölskyldu í bænum Ganlöse í Danmörku í nótt og höfðu húsráðendur á brott með sér. Mennirnir létu hins vegar tvö sofandi ungabörn á heimilinu í friði. Þeir skeyttu engu um það þó að móðir barnanna grátbæði um að fá að vera eftir til að passa upp á börnin.

Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins

Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni.

Rændu áfengi og sælgæti á Ísafirði

Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst innbrot í veitingahúsið Krúsina og Ísafjarðarbíó aðfaranótt síðastliðins laugardags. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir ungir karlmenn hafi viðurkennt að hafa framið innbrotið.

Telja að Madeleine hafi látist af slysförum

Portúgölsk lögregluyfirvöld telja nú að Madeleine McCann hafi látist af slysförum á hótelherbergi sínu í Portúgal samkvæmt heimildum vefútgáfu breska dagblaðsins The Mirror. Heimildarmenn blaðsins segja ennfremur að portúgalska lögreglan hafi undir höndum gögn sem sanni þetta.

Myndband af þýskum gísl sent fjölmiðlum

Ræningjar þýsks verkfræðings sem rænt var í Afganistan fyrir rúmum mánuði sendu fjölmiðlum í gær myndband með manninum. Þar biðlar maðurinn til þýskra stjórnvalda um að þau dragi herlið sitt í Afganistan til baka til að honum verði sleppt. Verkfræðingurinn er hjartveikur og í myndbandinu segist hann einungis eiga eftir þriggja daga skammt af hjartalyfi sínu.

Tveir unglingspiltar handteknir grunaðir um morð

Breska lögreglan handtók í morgun tvo unglingspilta sem grunaðir eru um að hafa myrt hinn 11 ára gamla Rhys Jones í Liverpool í gær. Hinir handteknu eru á 15. og 19. aldursári. Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi.

Ætla að hlaupa rúma 160 kílómetra á tveimur sólarhringum

Þrír Íslendingar eru lagðir af stað til Chamonix í Frakklandi þar sem þeir munu taka þátt í 163 km fjallahlaupi í kringum Mont-Blanc. Þeir Höskuldur Kristvinsson og Börkur Árnason ætla að hlaupa allan hringinn en bróðir Barkar, Birkir Árnason mun hlaupa hálfan hring. Þeir hafa 48 tíma til verksins, nái þeir hlaupinu ekki innan þess tíma falla þeir úr keppni.

Einstaklingar geta fylgst með stöðu í vanskilaskrá

Einstaklingar munu framvegis hafa aðgang að upplýsingu um eigin stöðu í vanskilaskrá í heimabankanum. Lánstraust stendur fyrir þessu í samvinnu við bankana. Þjónustan er þegar í boði í Einkabanka Landsbankans og Netbanka Kaupþings. Fyrirhugað er að setja þjónustuna upp hjá Glitni fljótlega.

Enn ekkert spurst til þjóðverjanna

Leit hefur staðið yfir í dag af Þjóðverjunum tveimur, sem saknað hefur verið síðan á laugardag. Leitin hefur miðast að mestu við Skaftafell og nágrenni.

Unglingar hætta lífinu til að stelast í heitan pott í Spönginni

Líkamsræktarstöðin World Class er með stóran nuddpott á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í Spönginni í Grafarvogi. Svo virðist sem potturinn sé orðinn býsna vinsæll griðastaður meðal unglinga í hverfinu, ekki meðan opið er, heldur í skjóli nætur.

Sjá næstu 50 fréttir