Innlent

Flytjandi á réttri leið?

MYND/Rúnar Sigurðsson

Hann fór alla leið bíllinn frá Flytjanda, en spurning hvort bílstjórinn hafi verið ánægður, eins og slagorðið á bílnum sagði.

Þessum sendibíl frá Flytjanda var ekið inn í bílastæði undir Hamraborg í Kópavogi í morgun. Bíllinn var of hár eða bílageymslan of lág þannig að eftir stuttan akstur sat bíllinn fastur eins og sjá má af þessum myndum Rúnars Sigurðssonar. Hleypt var úr framdekkjum bílsins og hann síðan dreginn út. En spurning vaknar um slagorðin tvö á bílnum hafi átt vel við; annars vegar Flytjandi á réttri leið og Ánægður ekurðu alla leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×