Innlent

Sauðfjárréttir að hefjast

Fyrstu sauðfjárréttir haustsins verða á morgun þegar Mývetningar rétta í Auðkúlurétt en flestar réttir verða aðra og þriðju helgi í september. Alls verður réttað á hátt í 40 stöðum en sumstaðar er harla fátt fé og á nokkrum stöðum ekkert, þar sem allt fé hefur verið skorið vegna riðuveiki.

Þar sem svo háttar kemur fólk þó sumstaðar saman á réttardaginn og gerir sér dagamun. Víða taka göngur eða smölun ekki nema einn dag en lengstu göngur munu standa í rúma viku. Stóðréttir verða hins vegar ekki fyrr en síðast í september og fram í október en hrossastóð verða lesin sundur í 12 réttum í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×