Fleiri fréttir

130 manns hið minnsta féllu

Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði.

Viðgerð stendur yfir á heitavatnslögn í Fossvogi

Mikill leki kom að heitavatnslögn sem tengist dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Eyrarland í Fossvogi í morgun. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að eftir að lokað var fyrir rennsli um lögnina hafi viðgerð hafist og að hún geti staðið fram eftir degi. Af þessum sökum er heitavatnslaust í nærliggjandi hverfum í Fossvogi.

Ástralir vara við hryðjuverkum

Áströlsk yfirvöld vara þegna sína við því að ferðast til Indónesíu vegna hryðjuverkahættu. Utanríkisráðuneytið varar ferðamenn sérstaklega við stöðum á borð við Bali og Jakarta sem það telur vera líkleg skotmörk. Sprengingar á næturklúbbum á Balí árið 2002 urðu 202 að aldurtila, þar af 88 áströlum.

Eistlendingar heimsmeistarar í eiginkonuburði

Eistlendingar nældu sér bæði í gull og silfurverðlaun á tólfta árlega heimsmeistaramótinu í eiginkonuburði í Finnlandi í gær. Þurftu keppendur að berjast við slagviðri og ofþreytu þar sem þeir klóruðu sig í gegnum 250 metra langa braut sem var alsett hindrunum og pollum, með eiginkonuna á bakinu. Sigurverarnir hlutu plasmasjónvarp og þyngd eiginkonunnar í bjór í verðlaun. Fjörtíu og fjögur pör tóku þátt í keppninni sem fór fram í bænum Sonkajarvi.

Benedikt hálfnaður yfir Ermasundið

Íslendingurinn Benedikt Lafleur er nú hálfnaður á sundi yfir Ermasund sem hófst klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttutu klukkustundir. Samkvæmt aðstoðarmönnum sem fylgja honum á bát gengur sundið vel, veður er gott og sólbjart. Nú syndi hann í frönskum sjó. Benedikt tileinkar sundið baráttunni gegn mansali og klámvæðingu og er áheitasíminn 905 2020. Takist tilraunin er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur syndir yfir Ermasundið.

Live Earth lauk í nótt

Live Earth tónleikunum lauk í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt þegar söngvarinn Sting og hljómsveit hans The Police stigu á svið og skemmtu gestum.

130 látnir í sjálfsvígsárás

Að minnst kosti 130 manns týndu lífi og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Tuttugu borgarar eru enn týndir og óttast er að þeir hafi einnig látið lífið í árásinni sem er sú mannskæðasta í Írak síðan í apríl.

Ofursti féll í átökum við Rauðu Moskuna

Ofursti í pakistanska hernum féll í átökum við rótæka stúdenta við Rauðu moskuna í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í morgun. Skotið var á ofurstann þar sem hann leiddi herdeild sem var gert að sprengja gat á vegg moskunnar svo hægt yrði að frelsa hundruð kvenna og barna sem haldið er þar inni.

Ný sjö undur heims

Kínamúrinn, klettaborgin Petra í Jórdaníu, Kristsstyttan í Rio De Janeiro og hringleikahúsið í Róm eru meðal nýrra sjö undra heimsins. Hin þrjú eru fjallaborgin Macchu Picchu, Taj Mahal og forna Mayaborgin Chicken Itza.

Láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa

Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í morgun að láta tvö hundruð og fimmtíu Palestínumenn lausa úr fangelsi. Þetta er gert til að styrkja neyðarstjórn Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem skipuð var í síðasta mánuði eftir að liðsmenn Hamas tóku völdin á Gaza-ströndinni og ráku liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas þaðan.

Bíll valt við Sólheima

Bíll valt við Sólheima í Grímsnesi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan á Selfossi sem og sjúkralið voru kölluð á vettvang. Útlendur karlmaður á þrítugsaldri var einn í bílnum og var nokkuð slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð til og flaug með manninn á slysadeild Landsspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins á slysadeild nú rétt fyrir fréttir.

Ellefu bjargað úr sjálfheldu

Ellefu ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk í gærkvöldi. Hópurinn hafði gengið yfir Fimmvörðuháls og tók vinstri beygju af Morinsheiði, sem leið lá niður í Hvannárgil. Þegar fólkið var komið sunnarlega í Útgönguhöfða lenti það í sjálfheldu og gat sig illa hrært. Fararstjóri hópsins komst við illan leik úr sjálfheldunni og gat hringt í Neyðarlínuna.

Sértekjur Háskólans um 40% af tekjum

Sértekjur Háskóla Íslands (HÍ) jukust verulega á síðasta ári og eru nú um 40 prósent tekna skólans. Hlutfallið hefur hækkað á milli ára, en árið 2005 voru sértekjurnar 34 prósent tekna skólans. Þeta kemur fram í Árbók skólans, sem kynnt var á ársfundi á fimmtudag.

Vilja kláf og veitingahús á Eyrarfjall

Tveir ungir Ísfirðingar hafa ráðist í fjármögnun á dráttarkláfi og veitingahúsi á Eyrarfjalli. Framkvæmdin kostar 450 til 500 milljónir króna. Um 30 þúsund viðskiptavini á ári þarf til að fjárfestingin borgi sig. Það telja þeir raunhæft.

Nýjar túnþökur í Fossvogsdal spændar upp

„Við vorum að reyna að stoppa þetta með því að leggja þökur en síðan hefur greinilega einhver keyrt þarna um,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, um miklar skemmdir sem unnar voru á fimmtudag á nýlögðum túnþökum í Fossvogsdal.

Mýrin fékk aðalverðlaunin

Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák hlaut aðalverðlaun Karlovy Vary hátíðarinnar í Tékklandi. Baltasar var á Pollamóti þegar hann fékk að vita af verðlaununum. Bandarískir framleiðendur vilja endurgera myndina.

Íslendingar hiti hugsanlega Ólympíuþorpið

Svo gæti farið að íslenskum orkufyrirtækjum yrði falið að sjá um að hita Ólympíuþorpið sem byggt verður fyrir vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi 2014. Möguleikinn var ræddur á fundi í Moskvu fyrir helgi.

Fólkið í skemmtibátnum var orðið skelkað

Fólkið sem bjargað var úr skemmtibáti rétt utan við Akranes í nótt, var orðið mjög skelkað þegar hjálp barst. Óttast var um karlmann sem féll fyrir borð. Skemmtibáturinn Stacy er tæplega tíu metrar að lengd. Níu manns voru um borð í bátnum þegar honum steytti á skeri utan siglingaleiðar um fimm hundruð metra frá landi.

Fjöldi hjónavígsla í dag

Talan sjö er ekki bara talin happatala, hún er af mörgun talin heilög. Þegar hún þrefaldast er búist við mikilli gleði. Dagurinn í dag er því vinsælasti dagurinn til að ganga í hjónaband um víða veröld.

Hjálmar er rauðhærðastur

Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2007 var valinn á Írskum dögum á Akranesi í dag. Hann segist stolur af háralitnum og aldrei hafa óskað sér að vera ekki rauðhærður.

Vináttusamningur undirritaður

Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri.

Stórstjörnur stigu á stokk

Stórstjörnur hafa stigið á stokk í öllum álfum í dag til að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Live Earth tónleikar vour haldnir í níu stórborgum til styrktar umhverfinu.

11 ferðamenn í sjálfheldu í Hvannagili

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú á leið í Þórsmörk eftir að beiðni um aðstoð barst frá hópi 11 ferðamanna sem eru í sjálfheldu í Hvannagili. Þyrla landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út.

Lýst eftir 17 ára stúlku

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 17 ára stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Ekki hefur sést til Kolbrúnar Söru síðan síðastliðinn þriðjudag. Hún er talin vera á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki hissa þótt ráðherrann fjúki

Formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 300 ungra fjölskyldna á Keflavíkurflugvelli á ósvífin og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í rafmagnsmálum á svæðinu .

14 skólabörn látast í rútuslysi í Indónesíu

Minnst 14 létust og 48 slösuðust þegar rúta steyptist tuttugu metra niður í gil á indónesísku eynni Jövu í dag. Flestir hinna látnu voru grunnskólanemar á leið í skólaferðalag. Bremsur rútunnar biluðu þegar bílstjórinn reyndi að taka fram úr öðru ökutæki á miklum hraða. Hann keyrði á þrjá bíla og tvö mótorhjól áður en hann steyptist niður í gilið. Rútan var ein af fimmtán sem fluttu nemendurna, foreldra þeirra og kennara til Ciobus, sem er vinsæll ferðamannastaður í fjalllendi Vestur-Jövu.

Mýrin kosin besta mynd Karlovy Vary hátíðarinnar

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks var valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Prag í Tékklandi í dag og hlaut þar með kristalshnöttinn, aðalverðlaun hátíðarinnar.

Sundi yfir Ermasund frestað fram á kvöld

Benedikt Lafleur sem hugðist leggja upp í sundferð yfir Ermasundið á hádegi í dag þurfti að fresta sundinu vegna öldugangs og strauma. Benedikt ætlaði að tileinka sund sitt baráttunni gegn mansali og klámvæðingu. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttugu klukkustundir. Sundkappinn hyggst reyna aftur við sundið klukkan sex í kvöld, eða í síðasta lagi klukkan þrjú í nótt, en þá er spáð algjöru logni á svæðinu og ætti því að viðra betur til sundferða.

Fimm sárir eftir skotárás í spilavíti

Fimm særðust þegar maður hóf skothríð í New York-New York spilavítinu í Las Vegas upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráfað um nálægar götur í einn og hálfan sólarhring áður en hann lét til skarar skríða. Hún lýsti manninum sem alvarlega tilfinningalega trufluðum.

Tvær þotur millilentu á Keflavíkurflugvelli vegna veikra farþega

Tvær erlendar farþegaflugvélar á leið yfir Atlantshaf lentu með skömmu millibili á Keflavíkurflugvelli í gær til að láta af sjúklinga samkvæmt upplýsingum Flugmálastofnunar. Um klukkan 13.30 lenti þýsk flugvél af gerðinni Airbus A319 með flugfreyju sem veikst hafði í fluginu og kl. 15.10 lenti Boeing B-747 breiðþota Virgin Atlantic flugfélagsins með sjúkan farþega. Bæði voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en flugvélarnar héldu áfram förinni eftir stutta viðdvöl.

Staðbundin áhrif kvótaskerðingar fimm milljarðar á Vesturlandi

Snæfellsbær tapar um tveimur milljörðum vegna skerðingar á aflaheimildum samkvæmt nýrri rannsókn. Forseti bæjarstjórnar gefur lítið fyrir mótvægisaðgerðir stjórnvalda og og vill láta flytja Hafrannsóknarstofnun í bæinn. Alls eru staðbundin áhrif vegna kvótaskerðingar um fimm milljarðar árlega á Vesturlandi, lang mest í Snæfellsbæ.

Live Earth í dag

Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt.

Brotið gegn trú- og samviskufrelsi í Noregi

Norska ríkið braut á rétti barna til að fá tilhlýðilega menntun með kennslu í kristinfræði, trúfræði og lífsskoðunum. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasborg á dögunum. Siðmennt á Íslandi segir að dómurinn renni stoðum undir gagnrýni félagsins hér á landi.

Krefst þess að bresk stúlka verði látin laus

Umaru Yar'Adua, forseti Nígeru, hefur krafið mannræningja þar í landi um að láta þriggja ára breska stúlku lausa án tafar en henni var rænt í vikunni. Hann hefur skipað öryggissveitum að tryggja að henni verið skilað heilu og höldnu til foreldra sinna. Móðir stúlkunnar segir mannræningjana hafa hótað að myrða hana ef þeir fái ekki föður hennar í skiptum fyrir hana.

Læknir leiddur fyrir dómara

Íraski læknirinn Bilal Abdullah var í morgun leiddur fyrir dómara í Lundúnum og ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárás á Glasgow-flugvelli fyrir viku. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í að skipuleggja sprengjutilræði í Lundúnum degi áður. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. júlí.

Tvö ár frá hryðjuverkunum í London

Tvö ár eru í dag liðin frá sjálfsmorðssprengjutilræðunum í London og var þessa minnst í dag. Fimmtíu og tveir létust þegar hryðjuverkamenn sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni á háannatíma. Fleiri en 700 særðust í árásunum sem eru þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í Bretlandi. Síðan þá hafa öryggissveitir flett ofan af mörgum tilraunum til hryðjuverka í Bretlandi nú síðast tilraunum til að sprengja upp bíla í London og Glasgow.

Verkuðu sel á ísjaka þegar björgunarþyrlur komu

Þrír Grænlendingar sem áhafnir á þyrlum Landhelgisgæslunnar bjöguðu austur af Grænlandi í gær, voru að gera að sel á ísjaka þegar björgunarmenn komu á staðinn. Leki kom að bát þeirra eftir að hann lokaðist inni í hafís fyrir nokkrum dögum. Einstakar myndir Landhelgisgæslunnar eru með þessari frétt.

Einn lést og þrír særðust í Írak

Að minnsta kosti einn breskur hermaður týndi lífi og þrír særðust í árás á búðir andspyrnumanna í borginni Basra í Suður-Írak í morgun. Áhlaupið var það umfangsmesta sem breska herliðið í Írak hefur skipulagt og staðið fyrir á þessu ári. Um eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í aðgerðinni og voru þyrlur og herflugvélar hermönnum á jörðu niðri til stuðnings. Talsmaður breska hersins segir fjölmarga grunaða andspyrnumenn hafa verið handtekna. Til átaka hefur komið í borginni síðustu vikur þar sem nokkrir hópar sjía-múslima berjast um völdin í Basra og nágrenni þar sem mikið af olíu er að finna. Rúmlega hundrað og fimmtíu breskir hermenn hafa fallið í Írak frá innrásinni í landið 2003.

Live Earth hófst í nótt

Tónleikaröðin Live Earth, sem ætlað er að vekja athygli á loftslagsbreytingum, hófst í Tokyo í Japan og Sydney í Ástralíu í nótt. Helstu stórstjörnur í tónlistarheiminum koma fram á tónleikunum sem haldnir eru í níu borgum fram eftir degi og langt fram á kvöld.

Annar grunaðra hryðjuverkamanna leiddur fyrir dómara

Íraski læknirinn Bilal Abdullah verður leiddur fyrir dómara í Lundúnum í dag fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásinni á Glasgow-flugvöll fyrir viku og að hafa skipulagt sprengutilræði í Lundúnum degi áður.

Segir stjórnvöld tefla öryggi borgara í hættu

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Sett hafi verið bráðabirgðalög sem fresta endurbótum á rafkerfi vallarins fram til 2010..

Gagnrýna ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu aflaheimilda

Forystumenn félaga útgerða og sjómanna, einstakar útgerðir og forystumenn sveitarfélaga hafa margir gagnrýnt harðlega ákvörðun Einars K Guðfinssonar sjávarútvegsráðherra frá því í gær, að skera aflaheimildir í þorski niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári.

Ólæti á Akranesi í nótt

Mikil ölvun var á Akranesi í nótt þar sem nú standa yfir írskir dagar. Þó nokkuð var um slagsmál og pústra. Þrír gistu fangageymslur þar af einn vegna fíkniefna sem fundust á honum. Alls komu tólf fíkniefnamál upp í bænum í nótt, þau eru öll til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Tjaldstæði bæjarins voru yfirfull og var mikið ónæði þar í nótt, einkum vegna ungmenna.

Níu björguðust þegar bát steytti á skeri

Níu manns voru í mikilli hættu þegar skemmtibáturinn Stacy steytti á skeri út af Akraneshöfn laust eftir miðnættið í nótt. Fíkniefnalögreglumenn voru fyrstir á staðinn bát sem þeir fengu til verksins en í honum voru vanir björgunarmenn. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Akranesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út. Hún fór þó ekki af stað þar sem fólkinu var öllu bjargað um borð í björgunarbátinn Margréti frá Akranesi. Nú er unnið að því að þétta bátinn en stefnt er að því að ná honum á flot á flóðinu um hádegið.

Sjá næstu 50 fréttir