Erlent

Ástralir vara við hryðjuverkum

Bali er vinsæll sumarleyfisstaður hjá Áströlum.
Bali er vinsæll sumarleyfisstaður hjá Áströlum.

Áströlsk yfirvöld vara þegna sína við því að ferðast til Indónesíu vegna hryðjuverkahættu. Utanríkisráðuneytið varar ferðamenn sérstaklega við stöðum á borð við Bali og Jakarta sem það telur vera líkleg skotmörk. Sprengingar á næturklúbbum á Balí árið 2002 urðu 202 að aldurtila, þar af 88 áströlum.

Viðvörunin kemur þrátt fyrir að indónesískum stjórnvöldum hafi undanfarið tekist að góma háttsetta meðlimi islamska öfgahópsins Jemaah Islamiah, þar á meðal leiðtoga vopnaðs arms þeirra. Í viðvöruninni segir að hryðjuverkamenn haldi þó áfram að skipuleggja árásir. Þá segir að þeir Ástralíumenn sem þegar séu á Bali ættu að hugleiða að forða sér, eða í það minnsta fara afar varlega.

Fjöldi annarra hryðjuverkaárása hefur verið gerður í Indónesíu undanfarin ár. Sprengja sprakk í sendiráði Ástrala í Jakarta árið 2004, og árið 2005 var aftur sprengt á Bali. Þá létust 23, þar af voru fjórir Ástralar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×