Erlent

Fimm sárir eftir skotárás í spilavíti

New York-New York hótelið og spilavítið í Los Angeles
New York-New York hótelið og spilavítið í Los Angeles MYND/AP

Fimm særðust þegar maður hóf skothríð í New York-New York spilavítinu í Las Vegas upp úr hádegi í gær. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ráfað um nálægar götur í einn og hálfan sólarhring áður en hann lét til skarar skríða. Hún lýsti manninum sem alvarlega tilfinningalega trufluðum.

Maðurinn hleypti af sextán skotum og særði fjóra áður en hann var yfirbugaður af tveimur hermönnum í fríi. Mikil skelfing greip um sig og slasaðist einn til viðbótar í troðningnum sem varð þegar fólk reyndi að flýja staðinn. Öll meiðsl voru minniháttar.

Rúmri mínútu eftir að skothríðin hófst kom stór hópur þungvopnaðra lögreglumanna á staðinn og handtóku manninn. Vitni undruðust að þrátt fyrir að pókerborðum staðarins hafi verið lokað var mönnum áfram leyft að nota spilakassana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×