Fleiri fréttir

Baugur vill kaupa Thorntons

Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í.

Palestínumenn hóta að ræna Evrópubúum

Erlendir sendifulltrúar og blaðamenn hafa margir hverjir yfirgefið landsvæði Palestínumanna í dag. Grímuklæddir palestínskir byssumenn hótuðu því í kvöld að ræna útlendingum vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í evrópskum dagblöðu. Þá hafa Mubarak, Egyptalandsforseti, og Ahmadinejad, forseti Írans, bæst í hóp þeirra sem gagnrýna myndbirtinguna.

Olíuflutningaskip strandar við Alaska

Olíuflutningaskip með rúmlega 100 þúsund tunnur af olíu sigldi í strand í höfn í bænum Nikiski, suð-vestur af Anchorage í Alaska í kvöld. Svo virðist sem festar skipsins hafi losnað og þar strandað í botnleðju.

Dorrit fékk aðsvif

Dorrit Moussaieff, forsetafrú, fékk aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í dag. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að Dorrit hafi ekki getað tekið þátt í athöfn bókmenntaverðlaunanna. Hún fer í rannsóknir á morgun vegna aðsvifsins.

Kvikmynd um laxveiði frá árinu 1947 finnst

Við tiltekt í kompu Stangaveiðifélags Reykjavíkur fundust óvænt 16 millímetra filmur með kvikmynd Kjartans Ó. Bjarnasonar prentara um laxveiðar hér á landi á fimmta áratugnum. Þetta er hrein gersemi laxveiðimanna og einstök söguleg heimild.

Skopmyndir af spámanninum í erlendum blöðum

Dagblöð bæði í Sviss, Þýskalandi, Ungverjalandi og á Spáni, hafa birt einhverjar af myndunum sem Jótlandspósturinn birti fyrstur, og franska blaðið Le Mond birti grínteikningu af deilunni.

Guðfinna Einarsdóttir fagnar 109 ára afmæli í dag

Elsti Íslendingurinn sem sögur fara af er Guðfinna Einarsdóttir. Á langri ævi hennar hafa átta þjóðhöfðingar verið yfir Íslandi, þar af þrír konungar, en þegar hún fæddist árið 1897 var Kristján níundi konungur Íslands.

Varnarviðræður hafnar að nýju

Nýr flötur er kominn á viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi varnarsamstarf ríkjanna en Íslendingar hafa boðist til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. Viðræður ríkjanna hófust að nýju í Washington í dag eftir nokkurt hlé.

Netheimur varar við Kama Sutra veirunni

Tölvuveiran Kama Sutra mun ráðast á sýktar tölvur á morgun 3. febrúar. Nyxem-D veiran eða Kama Sutra Veiran eins og flestir þekkja hana, sem sýnir sig í myndum af Kama Sutra, hefur mikinn eyðileggingarmátt (destructive payload), og fer í gang 30 mínútum eftir að tölvan hefur verið ræst 3ja dag hvers mánaðar.

Gjaldfrjálsir leikskólar í Reykjavík 2008

Leikskóladvöl í Reykjavík verður gjaldfrjáls haustið 2008 samkvæmt frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjármál Reykjavíkurborgar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs í dag.

Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir

Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu.

Ríkið sýknað af bótakröfu drengs með heilalömun

Hæstiréttur sýknaði í dag ríkið af bótakröfu fatlaðs drengs sem varð fyrir heilaskaða á síðustu dögum meðgöngu hans árið 2002. Aðstandendur drengsins töldu að um mistök starfsfólks Landsspítalans sé ástæða þess að hann er í dag með heilalömun.

Tekist á um umhverfismál á þingi

Þingmaður vinstri - grænna segir nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á aðild Íslands að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni áfellisdóm yfir stjórnvöldum í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hafnar því og segir stefnumótunartillögu í umhverfismálum að vænta á þessu ári.

Sumarljós og svo kemur nóttin hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin

Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár í flokki fagurbókmennta. Þá fékk Kristín G. Guðnadóttir, Eiríkur Þorláksson, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir og fleiri verðlaunin í flokki fræðirita fyrir bók sína Kjarval. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í beinni útsendingu hér á NFS á fimmta tímanum.

Hringsnerist ef ég reyndi að sætta alla

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir erfitt að ná niðurstöðu um loðnuveiðar, ef sætta eigi þá sem gagnrýna hann fyrir að úthluta of litlum loðnukvóta og þá sem gagnrýna hann fyrir að leyfa veiðar yfir höfuð.

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Kópavogi

Prófkjör Samfylkingarinnar verður haldið laugardaginn 4. febrúar næstkomandi. Meðfylgjandi er listi frambjóðenda ásamt sætum sem þau sækjast eftir í prófkjörinu. Búist er við fyrstu tölum um kl. 21.00 sama dag.

Menntamálaráðherra hlustaði á rödd skynseminnar

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði menntamálaráðherra til hamingju með að hafa loksins hlustað á rödd skynseminnar með því að falla frá áætlunum um að þröngva styttingu náms til stúdentsprófs upp á kennara og menntakerfið. Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs.

Langlundargeðið á þrotum

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga.

Bókmenntaverðlaunin veitt í dag

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í flokki fræðirita og fagurbókmennta. Sýnt verður beint frá afhendingu verðlaunanna á NFS klukkan fjögur í dag.

Samstarf um heildarendurskoðun náms

Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs.

Ferðist langar leiðir í ökunám

Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt.

Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár

Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku.

Ræða varnarmál í dag

Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd.

Í harða samkeppni við flugfélögin

Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera.

Margar loðnuverksmiðjur lokaðar áfram

Allar loðnuverksmiðjur í landinu hafa að mestu verið lokaðar síðan í júní í fyrra og verða margar áfram. Sumarvertíðin brást alveg, botninn datt úr kolmunnaveiðunum, og engin kraftur verður í vetrarvertíðinni, miðað við núgildandi kvóta.

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum sem fyrr, í flokki fræðirita og flokki fagurbókmennta. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki.

Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga

Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög.

Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd

Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári.

Sprengjutilræði í Bilbao í gærkvöld

Sprengja sprakk nærri pósthúsi í útjaðri borgarinnar Bilbao í Baska-héruðum Spánar í gærkvöld. Engan sakaði í tilræðinu en basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA stóðu á bak við það og höfðu varað við sprengjunni.

Vökudeild Barnaspítala Hringsins 30 ára

Þrjátíu ár eru í dag liðins síðan vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar milli klukkan þrjú og fimm í dag og eru allir velkomnir. Ýmis fræðsluerindi verða flutt og boðið upp á veitingar í lokin.

Smygluðu heróíni innvortis í hvolpum

Fíknefnalögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið 22 Kólumbíumenn fyrir að hafa reynt að smygla yfir 20 kílóum af heróíni inn í Bandaríkin, meðal annars innvortis í hvolpum.

Kostnaður vegna úrskurðarnefnda 340 milljónir

Kostnaður vegna úrskurðarnefnda ríkisins nam rúmlega 340 milljónum króna árið 2004. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Nefndirnar eru 58 talsins en enginn kostnaður var af starfsemi átján þeirra samkvæmt svari forsætisráðherra.

Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons

Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar.

Loka fyrir merki arabískra sjónvarpsstöðva í Hollandi

Hollensk yfirvöld hafa slökkt á merki tveggja arabískra gervihnattarsjónvarpsstöðva sem þau segja bera út hatursboðskap og hvetja til hryðjuverka. Önnur stöðvanna, sem er líbönsk, er sögð tengd Hizbollah-skæruliðahreyfingunni en hún hefur þegar verið bönnuð í Frakklandi.

Sprengja sprakk við bragga í Beirút

Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar.

Þinghúsinu á Sri Lanka lokað vegna ótta við hryðjuverk

Þinghúsinu í Colombo á Srí Lanka var lokað í morgun af ótta við hryðjuverk. Leitarhundar sýndu óeðlileg viðbrögð við reglubundið eftirlit í nótt og þótti ekki á annað hættandi en að fresta fyrirhuguðum þingfundi á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir