Innlent

Varnarviðræður hafnar að nýju

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundaði með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, fundaði með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. MYND/AP

Nýr flötur er kominn á viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi varnarsamstarf ríkjanna en Íslendingar hafa boðist til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. Viðræður ríkjanna hófust að nýju í Washington í dag eftir nokkurt hlé.

Það var í október sem viðræðum um varnarsamstarf ríkjanna lauk í skyndi vegna deilna um kostnaðarskiptingu vegna rekstursins í Keflavík. Viðræðurnar hófust að nýju í dag þegar Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, átti fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í dag. Áður hafði Geir átt fund með Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra. Samninganefndir ríkjanna komu síðan saman til fundar.

Geir segir hugmynd Íslendinga hafa verið tekið ágætlega en þar með sé málið þó ekki leyst. Hann segir ekki hægt að meta á þessari stundu hver kostnaður Íslands yrði af þessu en þar sem hann sé fyrrverandi fjármálaráðherra verði haldið um budduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×