Innlent

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag

Verðlaunahafarnir í fyrra, Halldór Guðmundsson og Auður Jónsdóttir.
Verðlaunahafarnir í fyrra, Halldór Guðmundsson og Auður Jónsdóttir.

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16í dag. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum sem fyrr, í flokki fræðirita og flokki fagurbókmennta. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki.

Í flokki fræði rita eru tilnefndar Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson, Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, Íslensk tunga I-III eftir Guðrúnu Kvaran, Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, Jarðhitabók eftir Guðmund Pálmason og Kjarval eftir Kristínu Guðnadóttur og fleiri. Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar: Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Rokland eftir Hallgrím Helgason, Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur, Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson og Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson. Verðlaun í hvorum flokki nema 750 þúsund krónum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×