Innlent

Netheimur varar við Kama Sutra veirunni

Tölvuveiran Kama Sutra mun ráðast á sýktar tölvur á morgun 3. febrúar. Nyxem-D veiran eða Kama Sutra Veiran eins og flestir þekkja hana, sem sýnir sig í myndum af Kama Sutra, hefur mikinn eyðileggingarmátt (destructive payload), og fer í gang 30 mínútum eftir að tölvan hefur verið ræst 3ja dag hvers mánaðar

Veira þessi er nokkuð skæð og eyðir hún m.a. Word skjölum, Excel skjölum, PowerPoint skjöulum, Adobe PDF skjölum og Adobe Photoshop skjölum en endingar skjalana eru (doc, .xls,.mdb, .mde, .ppt, .pps, .zip, .rar, .pdf, .psd, .dmp). Um miðjan janúar var sagt frá þessari skæðu veiru og að sögn sérfræðinga Netheims ehf. hafa rúmlega 700 manns náð sér í veiruvarnaruppfærslu eða forrit hjá fyrirtækinu. 

Kama Sutra veiran/ormurinn er einnig þekktur undir eftirfarandi nöfnum

W32/Kapser.A@mm W32.Blackmal.E@mm, Email-Worm.Win32.Nyxem.e, W32/Nyxem-D, W32/Tearec.A.worm, W32/MyWife.d, og WORM_GREW.A.

Sérfræðingar fyrirtækisins benda á að hægt er að nálgast uppfærslur og veiruvarnarforrit á vefslóðinni www.netheimur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×