Erlent

Smygluðu heróíni innvortis í hvolpum

Fíknefnalögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið 22 Kólumbíumenn fyrir að hafa reynt að smygla yfir 20 kílóum af heróíni inn í Bandaríkin, meðal annars innvortis í hvolpum. Upp komst um athæfið í rassíu í Kólumbíu í fyrra en þá fann fíkniefnalögreglan sex hvolpa með ör á maganum. Í ljós kom af heróín hafði verið komið fyrir inni í þeim, alls þremur kílóum. Fíkniefnin voru fjarlægð en þrír hvolpanna drápust í kjölfarið. Einn þeirra sem lifðu af verður hins vegar þjálfaður til þess að verða fíkniefnahundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×